Stjörnumenn í Höllina eftir stórsigur í Hólminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2013 21:07 Fannar Freyr Helgason var með 13 stig og 9 fráköst í kvöld. Mynd/Vilhelm Það verða Grindavík og Stjarnan sem mætast í bikarúrslitaleiknum í körfunni í ár en þetta kom í ljós þegar Stjörnumenn burstuðu Snæfell 92-71, í undanúrslitaleik liðanna í Poweradebikar karla í Stykkishólmi í kvöld. Grindavík hafði unnið Keflavík 84-83 í hinum undanúrslitaleiknum sem fram fór í Toyota-höllinni í Keflavík fyrr í dag. Stjörnumenn skoruðu 33 stig í fyrsta leikhlutanum, voru sextán stigum yfir í hálfleik, 54-38, og höfðu góð tök á leiknum allan tímann. Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnunnar í fjögur ár eða síðan að Stjarnan vann einn óvæntasta sigur sögunnar á KR í bikarúrslitaleiknum árið 2009. Jarrid Frye skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna og Justin Shouse var með 14 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Sex leikmenn Stjörnuliðsins skoruðu 13 stig eða meira í leiknum í kvöld en aðeins Jay Threatt (16 stig) í liði Snæfells. Sigurður Þorvaldsson var reyndar með 12 stig. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, varð því að sætta sig við að detta úr leik með bæði liðin sín í undanúrslitunum því stelpurnar töpuðu á móti Keflavík í gær.Úrslit og stigaskor í leikjum dagsins í undanúrslitum Powerade-bikars karla:Snæfell-Stjarnan 71-92 (25-33, 13-21, 20-18, 13-20) Snæfell: Jay Threatt 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 10, Asim McQueen 9/8 fráköst/3 varin skot, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Ólafur Torfason 7, Jón Ólafur Jónsson 6/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2.Stjarnan: Jarrid Frye 21/4 fráköst, Justin Shouse 14/7 fráköst/8 stoðsendingar, Brian Mills 14/11 fráköst, Marvin Valdimarsson 13/8 fráköst, Jovan Zdravevski 13, Fannar Freyr Helgason 13/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 3, Sæmundur Valdimarsson 1.Keflavík-Grindavík 83-84 (18-25, 13-20, 30-21, 22-18)Keflavík: Michael Craion 27/14 fráköst/8 varin skot, Darrel Keith Lewis 23/11 fráköst, Billy Baptist 17/7 fráköst, Valur Orri Valsson 8/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 2.Grindavík: Aaron Broussard 25/15 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 16, Jóhann Árni Ólafsson 15/6 fráköst, Samuel Zeglinski 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/6 fráköst/3 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 2, Davíð Ingi Bustion 2. Dominos-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Það verða Grindavík og Stjarnan sem mætast í bikarúrslitaleiknum í körfunni í ár en þetta kom í ljós þegar Stjörnumenn burstuðu Snæfell 92-71, í undanúrslitaleik liðanna í Poweradebikar karla í Stykkishólmi í kvöld. Grindavík hafði unnið Keflavík 84-83 í hinum undanúrslitaleiknum sem fram fór í Toyota-höllinni í Keflavík fyrr í dag. Stjörnumenn skoruðu 33 stig í fyrsta leikhlutanum, voru sextán stigum yfir í hálfleik, 54-38, og höfðu góð tök á leiknum allan tímann. Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Stjörnunnar í fjögur ár eða síðan að Stjarnan vann einn óvæntasta sigur sögunnar á KR í bikarúrslitaleiknum árið 2009. Jarrid Frye skoraði 21 stig fyrir Stjörnuna og Justin Shouse var með 14 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Sex leikmenn Stjörnuliðsins skoruðu 13 stig eða meira í leiknum í kvöld en aðeins Jay Threatt (16 stig) í liði Snæfells. Sigurður Þorvaldsson var reyndar með 12 stig. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, varð því að sætta sig við að detta úr leik með bæði liðin sín í undanúrslitunum því stelpurnar töpuðu á móti Keflavík í gær.Úrslit og stigaskor í leikjum dagsins í undanúrslitum Powerade-bikars karla:Snæfell-Stjarnan 71-92 (25-33, 13-21, 20-18, 13-20) Snæfell: Jay Threatt 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 10, Asim McQueen 9/8 fráköst/3 varin skot, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Ólafur Torfason 7, Jón Ólafur Jónsson 6/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2.Stjarnan: Jarrid Frye 21/4 fráköst, Justin Shouse 14/7 fráköst/8 stoðsendingar, Brian Mills 14/11 fráköst, Marvin Valdimarsson 13/8 fráköst, Jovan Zdravevski 13, Fannar Freyr Helgason 13/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 3, Sæmundur Valdimarsson 1.Keflavík-Grindavík 83-84 (18-25, 13-20, 30-21, 22-18)Keflavík: Michael Craion 27/14 fráköst/8 varin skot, Darrel Keith Lewis 23/11 fráköst, Billy Baptist 17/7 fráköst, Valur Orri Valsson 8/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 2.Grindavík: Aaron Broussard 25/15 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 16, Jóhann Árni Ólafsson 15/6 fráköst, Samuel Zeglinski 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/6 fráköst/3 varin skot, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 2, Davíð Ingi Bustion 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum