Feður undir smásjá? Pawel Bartoszek skrifar 7. júní 2013 08:44 Ég fékk nýlega skyndilegan áhuga á ýmsum álitaefnum tengdum fæðingarorlofi. Áhuginn barst til mín í skömmtum, í formi nokkurra bréfsendinga frá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga, þar sem ég var beðinn um skýringar á hinu og þessu. Við þessum bréfum hef ég samviskusamlega brugðist, vitanlega með bréfpósti. Því ekki á ég fax. Gaman að því. Líkt og margir karlmenn tók ég mér tveggja vikna leyfi þegar sonur minn fæddist. Þegar menn taka sér frí hluta mánaðar til að vera með erfingjanum vill ríkið væntanlega að maður sé sannarlega að gera það en ekki að mæta í vinnuna og krukka í Excel í laumi. Til þess að tryggja að svo sé reiknar Fæðingarorlofssjóður heildartekjur yfir mánuðinn og skoðar hvort þær séu eitthvað óeðlilega háar miðað við meðaltekjurnar þar á undan. Þetta er svo sem ekki algalið en ef menn til dæmis fá nýja vinnu skömmu fyrir fæðinguna, eða eru með óreglulegar tekjur, getur þetta orðið vesen. Í samtölum við vini mína komst ég að því að stór hluti þeirra karlmanna sem ég þekki og tekið hefur fæðingarorlof nýlega hefur lent í einhverjum vandræðum: Sumir hafa oft þurft að endurgreiða stóran hluta þeirra tugþúsunda króna sem þeir töldu sig eiga rétt á fyrir að vera með börnum sínum, með álagi. Ég hef hins vegar ekki hitt margar konur sem lent hafa í sambærilegum vandræðum.Ekkert svar Ég sendi því fyrirspurn á Fæðingarorlofssjóð um fjölda endurkröfumála, sundurliðuðum eftir kyni og ári. Ég fékk það svar að þau gögn væru ekki til og það væri kostnaðarsamt að afla þeirra. Ég spurði þá hve mikið það kostaði. Fékk ekki svar í mánuð. Ég ítrekaði þá fyrirspurn og fékk ekki neinar upplýsingar um kostnað aðrar en þær að það stæði ekki til að fara í þessa vinnu. Ég sendi velferðarráðuneytinu erindi og bað um íhlutun þeirra til að veita mér gögnin. Ráðuneytið gaf sjóðnum frest til 23. maí til að svara mér. Nú hafa liðið tvær vikur frá því að sá frestur rann út og enn bíð ég spenntur. Sem sagt: Opinber stofnun hefur aðgang að ákveðnum, almennum upplýsingum sem gætu þótt nauðsynlegt innlegg í umræðu um jafnrétti vegna töku fæðingarorlofs. Þær upplýsingar eru ekki til annars staðar. Stofnunin vill ekki veita þær, ber fyrir sig kostnað, en neitar að gefa upp hver hann kynni að vera. Hver ætli sé ástæða þess? Veit stofnun virkilega ekki hve mörg mál hún er að reka? Er kostnaðurinn við að kynjaflokka málin svona óheyrilegur? Hvað annað? Óttast stofnunin að gögnin muni sýna hana sjálfa í neikvæðu ljósi? Kynjahlutföll Á einum stað í stjórnkerfinu má raunar finna upplýsingar um kynjahlutföll þeirra sem lenda í veseni vegna fæðingarorlofs. Séu menn ósáttir við afgreiðslu Fæðingarorlofssjóðs er hægt að kæra til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála. Ég skoðaði alla úrskurði nefndarinnar árið 2012. Af þeim voru 40 sem vörðuðu endurkröfubeiðnir. Þar af voru 37 sem varða karla, 3 sem varða konur. Sem sagt: Af þeim sem kærðu kröfu um endurgreiðslu fæðingarorlofs árið 2012 voru karlar 92,5%. Ýmsar skýringar gætu verið á þessu kynjamisvægi. Ein gæti verið sú að 92,5% þeirra sem taka orlof séu karlar. Sú skýring er augljóslega röng. Önnur gæti verið sú að karlmenn séu margfalt líklegri til að kæra. Án gagna frá Fæðingarorlofssjóði er ómögulegt að fullyrða hvort það er tilfellið. Þriðja ástæðan gæti verið sú að lögin henti körlum verr en konum, því til að halda því til haga þá vinnur sjóðurinn flest sín mál fyrir kærunefndinni. Loks gæti verið að Fæðingarorlofssjóður hafi ákveðið að gera sérstakt átak í því að taka fyrir karlmenn sem fara í fæðingarorlof. Það væri skýring sem maður vildi helst útiloka. En þögn sjóðsins um nauðsynlega tölfræði hjálpar ekki til. Færri karlar taka fæðingarorlof. Á því eru eflaust ýmsar skýringar. Ein er menningarleg. Kannski er önnur sú að sumir feður eru ekki áhugasamir um að stórlækka tekjur sínar. Og vera síðan tólf sinnum líklegri en móðirin til að lenda í veseni út af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Ég fékk nýlega skyndilegan áhuga á ýmsum álitaefnum tengdum fæðingarorlofi. Áhuginn barst til mín í skömmtum, í formi nokkurra bréfsendinga frá Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga, þar sem ég var beðinn um skýringar á hinu og þessu. Við þessum bréfum hef ég samviskusamlega brugðist, vitanlega með bréfpósti. Því ekki á ég fax. Gaman að því. Líkt og margir karlmenn tók ég mér tveggja vikna leyfi þegar sonur minn fæddist. Þegar menn taka sér frí hluta mánaðar til að vera með erfingjanum vill ríkið væntanlega að maður sé sannarlega að gera það en ekki að mæta í vinnuna og krukka í Excel í laumi. Til þess að tryggja að svo sé reiknar Fæðingarorlofssjóður heildartekjur yfir mánuðinn og skoðar hvort þær séu eitthvað óeðlilega háar miðað við meðaltekjurnar þar á undan. Þetta er svo sem ekki algalið en ef menn til dæmis fá nýja vinnu skömmu fyrir fæðinguna, eða eru með óreglulegar tekjur, getur þetta orðið vesen. Í samtölum við vini mína komst ég að því að stór hluti þeirra karlmanna sem ég þekki og tekið hefur fæðingarorlof nýlega hefur lent í einhverjum vandræðum: Sumir hafa oft þurft að endurgreiða stóran hluta þeirra tugþúsunda króna sem þeir töldu sig eiga rétt á fyrir að vera með börnum sínum, með álagi. Ég hef hins vegar ekki hitt margar konur sem lent hafa í sambærilegum vandræðum.Ekkert svar Ég sendi því fyrirspurn á Fæðingarorlofssjóð um fjölda endurkröfumála, sundurliðuðum eftir kyni og ári. Ég fékk það svar að þau gögn væru ekki til og það væri kostnaðarsamt að afla þeirra. Ég spurði þá hve mikið það kostaði. Fékk ekki svar í mánuð. Ég ítrekaði þá fyrirspurn og fékk ekki neinar upplýsingar um kostnað aðrar en þær að það stæði ekki til að fara í þessa vinnu. Ég sendi velferðarráðuneytinu erindi og bað um íhlutun þeirra til að veita mér gögnin. Ráðuneytið gaf sjóðnum frest til 23. maí til að svara mér. Nú hafa liðið tvær vikur frá því að sá frestur rann út og enn bíð ég spenntur. Sem sagt: Opinber stofnun hefur aðgang að ákveðnum, almennum upplýsingum sem gætu þótt nauðsynlegt innlegg í umræðu um jafnrétti vegna töku fæðingarorlofs. Þær upplýsingar eru ekki til annars staðar. Stofnunin vill ekki veita þær, ber fyrir sig kostnað, en neitar að gefa upp hver hann kynni að vera. Hver ætli sé ástæða þess? Veit stofnun virkilega ekki hve mörg mál hún er að reka? Er kostnaðurinn við að kynjaflokka málin svona óheyrilegur? Hvað annað? Óttast stofnunin að gögnin muni sýna hana sjálfa í neikvæðu ljósi? Kynjahlutföll Á einum stað í stjórnkerfinu má raunar finna upplýsingar um kynjahlutföll þeirra sem lenda í veseni vegna fæðingarorlofs. Séu menn ósáttir við afgreiðslu Fæðingarorlofssjóðs er hægt að kæra til úrskurðarnefndar fæðingar- og foreldraorlofsmála. Ég skoðaði alla úrskurði nefndarinnar árið 2012. Af þeim voru 40 sem vörðuðu endurkröfubeiðnir. Þar af voru 37 sem varða karla, 3 sem varða konur. Sem sagt: Af þeim sem kærðu kröfu um endurgreiðslu fæðingarorlofs árið 2012 voru karlar 92,5%. Ýmsar skýringar gætu verið á þessu kynjamisvægi. Ein gæti verið sú að 92,5% þeirra sem taka orlof séu karlar. Sú skýring er augljóslega röng. Önnur gæti verið sú að karlmenn séu margfalt líklegri til að kæra. Án gagna frá Fæðingarorlofssjóði er ómögulegt að fullyrða hvort það er tilfellið. Þriðja ástæðan gæti verið sú að lögin henti körlum verr en konum, því til að halda því til haga þá vinnur sjóðurinn flest sín mál fyrir kærunefndinni. Loks gæti verið að Fæðingarorlofssjóður hafi ákveðið að gera sérstakt átak í því að taka fyrir karlmenn sem fara í fæðingarorlof. Það væri skýring sem maður vildi helst útiloka. En þögn sjóðsins um nauðsynlega tölfræði hjálpar ekki til. Færri karlar taka fæðingarorlof. Á því eru eflaust ýmsar skýringar. Ein er menningarleg. Kannski er önnur sú að sumir feður eru ekki áhugasamir um að stórlækka tekjur sínar. Og vera síðan tólf sinnum líklegri en móðirin til að lenda í veseni út af því.