Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin 11. febrúar 2013 10:49 Kvikmyndahátíðin Rise, sem helguð er fluguveiði, hefst í Bíó Paradís í mars en þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin. Stórir fiskar og svæsin ævintýri spila stóra rulllu í dagskrá Rise, að því er segir á vef hátíðarinnar. Aðalmynd hátíðarinnar í ár er Predator - nýjasta mynd Nick Reygaert hjá Gin-Clear Media en myndin hlaut Drake-verðlaunin fyrir bestu fluguveiðimyndina í fyrra. Í þessari mynd skoðar hann fiska sem éta aðra fiska. Brot úr myndinni má sjá hér að ofan. Í The Arctic er fjallað um bleikjuveiði í Kanada og það engar smábleikjur. Sjá Only the river knows er meðal annars tekin upp við Lethe-ána í Nýja-Sjálandi sem og í Svíþjóð og Noregi. Brot úr myndinni má sjá hér.Jungle fish er stuttmynd um ævintýraferð nokkurra fluguveiðimanna í leit að stærstu ferskvatns fisktegund í heimi. Brot úr myndinni má sjá hér. Styrktaraðilar hátíðarinnar verða með kynningu á vöru og þjónust áður en sýningin hefst auk þess sem dregið verður úr happdrættismiðum í hléi. Miðasala fer fram í Veiðivon, Mörkinni 6 og hefst kl. 11:00 þann 15. Febrúar. Miðaverð er kr. 2.300. Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru Veiðiþjónustan Strengir, Veiðikortið, Veiðivon, Bókamarkaður í Perlunni, Veiðifélagið Hreggnasi, Lax-á, Servida & Besta, Hafið-Fiskiprinsinn, IG Veiðivörur og English Pub. Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu hátíðarinnar http://www.rise.is/ Stangveiði Mest lesið Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Kvikmyndahátíðin Rise, sem helguð er fluguveiði, hefst í Bíó Paradís í mars en þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin. Stórir fiskar og svæsin ævintýri spila stóra rulllu í dagskrá Rise, að því er segir á vef hátíðarinnar. Aðalmynd hátíðarinnar í ár er Predator - nýjasta mynd Nick Reygaert hjá Gin-Clear Media en myndin hlaut Drake-verðlaunin fyrir bestu fluguveiðimyndina í fyrra. Í þessari mynd skoðar hann fiska sem éta aðra fiska. Brot úr myndinni má sjá hér að ofan. Í The Arctic er fjallað um bleikjuveiði í Kanada og það engar smábleikjur. Sjá Only the river knows er meðal annars tekin upp við Lethe-ána í Nýja-Sjálandi sem og í Svíþjóð og Noregi. Brot úr myndinni má sjá hér.Jungle fish er stuttmynd um ævintýraferð nokkurra fluguveiðimanna í leit að stærstu ferskvatns fisktegund í heimi. Brot úr myndinni má sjá hér. Styrktaraðilar hátíðarinnar verða með kynningu á vöru og þjónust áður en sýningin hefst auk þess sem dregið verður úr happdrættismiðum í hléi. Miðasala fer fram í Veiðivon, Mörkinni 6 og hefst kl. 11:00 þann 15. Febrúar. Miðaverð er kr. 2.300. Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru Veiðiþjónustan Strengir, Veiðikortið, Veiðivon, Bókamarkaður í Perlunni, Veiðifélagið Hreggnasi, Lax-á, Servida & Besta, Hafið-Fiskiprinsinn, IG Veiðivörur og English Pub. Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu hátíðarinnar http://www.rise.is/
Stangveiði Mest lesið Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði