Áslaug ein sú áhrifamesta í NY Sara McMahon skrifar 11. febrúar 2013 09:00 Áslaug Magnúsdóttir, forstjóri Moda Operandi, er talin einn af áhrifamestu einstaklingum tískuiðnaðarins í New York. mynd/Robert Caplin Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Moda Operandi, er á lista Fashionista.com yfir valdamestu einstaklingana í tískuiðnaðinum í New York. Fimmtíu manns eru á listanum, þar á meðal Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue. Á listanum eru alls fimmtíu einstaklingar sem starfa innan tískuiðnaðarins, þar á meðal fatahönnuðir, fyrirsætur, stílistar og forstjórar. Áslaug er í flokki forstjóra, en alls voru sex einstaklingar nefndir í þeim flokki. Fashionista.com taldi Andrew Rosen, forstjóra Theory, fjárfestinn Shana Fisher, Robert Duffy, forstjóra Marc Jacobs, James Gardner, forstjóra Createthe Group og loks Mark Lee, forstjóra verslunarinnar Barneys New York, til áhrifamestu forstjóra og fjárfesta New York. Áslaug er ekki eini starfsmaður Moda Operandi sem komst á lista Fashionista.com því Taylor Tomasi Hill, listrænn stjórnandi Moda Operandi, er nefnd í flokki áhrifamestu innkaupastjóra og listrænna stjórnenda New York. Tomasi Hill er einnig tíður gestur á erlendum götutískubloggum og sótti einnig Ísland heim í tengslum við RFF árið 2012. Aðrir sem komust á listann yfir valdamestu einstaklingana eru Anna Wintour, bloggarinn Bryan Boy og stílistarnir Grace Coddington og Carine Roitfeld. RFF Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Moda Operandi, er á lista Fashionista.com yfir valdamestu einstaklingana í tískuiðnaðinum í New York. Fimmtíu manns eru á listanum, þar á meðal Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue. Á listanum eru alls fimmtíu einstaklingar sem starfa innan tískuiðnaðarins, þar á meðal fatahönnuðir, fyrirsætur, stílistar og forstjórar. Áslaug er í flokki forstjóra, en alls voru sex einstaklingar nefndir í þeim flokki. Fashionista.com taldi Andrew Rosen, forstjóra Theory, fjárfestinn Shana Fisher, Robert Duffy, forstjóra Marc Jacobs, James Gardner, forstjóra Createthe Group og loks Mark Lee, forstjóra verslunarinnar Barneys New York, til áhrifamestu forstjóra og fjárfesta New York. Áslaug er ekki eini starfsmaður Moda Operandi sem komst á lista Fashionista.com því Taylor Tomasi Hill, listrænn stjórnandi Moda Operandi, er nefnd í flokki áhrifamestu innkaupastjóra og listrænna stjórnenda New York. Tomasi Hill er einnig tíður gestur á erlendum götutískubloggum og sótti einnig Ísland heim í tengslum við RFF árið 2012. Aðrir sem komust á listann yfir valdamestu einstaklingana eru Anna Wintour, bloggarinn Bryan Boy og stílistarnir Grace Coddington og Carine Roitfeld.
RFF Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira