Verður snjóbrettamaður einn af keppendum Íslands á ÓL? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 07:00 Halldór Helgason. Mynd/NordicPhotos/Getty Það eru bara 128 dagar í að 22. Vetrarólympíuleikarnir hefjist í Sochi í Rússlandi. Það ræðst ekki fyrr en á næstu mánuðum hversu margir íslenskir keppendur verða með á leikunumn. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, vonast til þess að sjá allt að tíu íslenska keppendur á leikunum. „Það eru sjö úr alpagreinum, tveir úr göngu og einn á bretti sem eru í Ólympíuhópnum og einungis þessir einstaklingar eiga möguleika á að komast þangað. Við munum aldrei senda fleiri en þessa einstaklinga. Við vonumst að sjálfsögðu til að sem flestir komist en raunhæft væri að segja að fjórir úr alpagreinum, tveir í göngu og einn á bretti eigi möguleika á því að komast á leikana. Allt umfram það yrði frábært,“ sagði Jón Viðar þegar Fréttablaðið kannaði stöðuna í gær, fjórum mánuðum fyrir leikana. Augu margra verða á brettamanninum Halldóri Helgasyni sem getur orðið fyrsti Íslendingurinn til að keppa á snjóbretti á Ólympíuleikum „Hann þarf að sækja þessi alþjóðlegu fismót og er, eins og staðan er núna, ekki inni. Hann þarf að ná góðum árangri í tveimur mótum og það dugir honum. Þá kæmist hann að öllum líkindum inn,“ segir Jón Viðar. Göngugarpurinn Sævar Birgisson er búinn að ná lágmörkunum inn á leikana og allar líkur eru á því að hann komist til Sochi. Sævar er 24 ára gamall og verður þá fyrsti íslenski göngumaðurinn í tuttugu ár til að keppa Ólympíuleikum eða allt frá því að Daníel Jakobsson, fyrrverandi formaður SKÍ, og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu á ÓL í Lillehammer árið 1994. „Við erum að vonast til þess að Brynjar Leó nái líka þessum lágmörkum,“ segir Jón en Sævar og Brynjar Leó Kristinsson eru einu göngumennirnir í hópnum.Landsliðshópur SKÍ í Alpagreinum Talið frá vinstri: Einar Kristinn Kristgeirsson, Jakob Helgi Bjarnason, Freydís Halla Einarsdóttir, Brynjar Jökull Guðmundsson, Erla Ásgeirsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir.Mynd/SKÍ„Það er frábært að fá inn fólk úr sem flestum greinum. Alpagreinarnar hafa verið mest á Ólympíuleikunum undanfarið. Við áttum fjóra keppendur í alpagreinum á Ólympíuleikunum í Vancouver og vonumst til að eiga fjóra líka núna. Þau þurfa að ná ákveðnum lágmörkum á alþjóðlegum mótum og ef það eru fleiri en tveir eða þrír þurfa Skíðasambandið og ÍSÍ bara að velja á milli,“ segir Jón Viðar. „Það stefnir í mikla samkeppni hjá krökkunum að tryggja sig inn. Landsliðið í alpagreinum er núna í Austurríki við æfingar og þar er undirbúningur í fullum gangi,“ segir Jón Viðar. Alpagreinafólkið, Björgvin Björgvinsson, Íris Guðmundsdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson, var með á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum en ekki núna. „Þetta er alveg nýr hópur. Það hefur því miður verið oft þannig að Ólympíuleikar eru endastöð fyrir alltof marga,“ segir Jón Viðar. Eins og hjá öðru afreksfólki á Íslandi þá gerir peningahliðin krökkunum erfitt fyrir. „Þetta er mjög dýrt sport og aðallega er þetta svo rosalegur ferðakostnaður. Það er verið að sækja aðstöðuna erlendis því við erum með mjög óhagstætt veðurfar hérna á Íslandi. Þau þurfa að leggja út fyrir X-miklum kostnaði en við erum að vinna í því að fá nýja styrktaraðila og reyna að styrkja þau eins og við getum,“ segir Jón Viðar. Hann er pottþéttur á því að vetrarleikarnir í Sochi í Rússlandi verði sögulegir. „Þetta á eftir að toppa allt og verður alveg rosalegt. Rússarnir eru alveg ruglaðir og reyna að koma sér á kortið þarna eins og í öllu öðru sem þeir gera,“ sagði Jón Viðar að lokum.Sævar BirgissonMynd/Sævar BirgissonÞau ætla að vera með á ÓL í febrúar Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur sett saman Ólympíuhóp sambandsins en hann skipa þeir tíu íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Vetrarólympíuleikum sem fara fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf í febrúar 2014. Hópinn skipa þau Brynjar Jökull Guðmundsson (alpagreinar), Brynjar Leó Kristinsson (skíðaganga), Einar Kristinn Kristgeirsson (alpagreinar), Erla Ásgeirsdóttir (alpagreinar), Freydís Halla Einarsdóttir (alpagreinar), Halldór Helgason (snjóbretti), Helga María Vilhjálmsdóttir (alpagreinar), Jakob Helgi Bjarnason (alpagreinar), María Guðmundsdóttir (alpagreinar) og Sævar Birgisson (skíðaganga)i. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Sjá meira
Það eru bara 128 dagar í að 22. Vetrarólympíuleikarnir hefjist í Sochi í Rússlandi. Það ræðst ekki fyrr en á næstu mánuðum hversu margir íslenskir keppendur verða með á leikunumn. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, vonast til þess að sjá allt að tíu íslenska keppendur á leikunum. „Það eru sjö úr alpagreinum, tveir úr göngu og einn á bretti sem eru í Ólympíuhópnum og einungis þessir einstaklingar eiga möguleika á að komast þangað. Við munum aldrei senda fleiri en þessa einstaklinga. Við vonumst að sjálfsögðu til að sem flestir komist en raunhæft væri að segja að fjórir úr alpagreinum, tveir í göngu og einn á bretti eigi möguleika á því að komast á leikana. Allt umfram það yrði frábært,“ sagði Jón Viðar þegar Fréttablaðið kannaði stöðuna í gær, fjórum mánuðum fyrir leikana. Augu margra verða á brettamanninum Halldóri Helgasyni sem getur orðið fyrsti Íslendingurinn til að keppa á snjóbretti á Ólympíuleikum „Hann þarf að sækja þessi alþjóðlegu fismót og er, eins og staðan er núna, ekki inni. Hann þarf að ná góðum árangri í tveimur mótum og það dugir honum. Þá kæmist hann að öllum líkindum inn,“ segir Jón Viðar. Göngugarpurinn Sævar Birgisson er búinn að ná lágmörkunum inn á leikana og allar líkur eru á því að hann komist til Sochi. Sævar er 24 ára gamall og verður þá fyrsti íslenski göngumaðurinn í tuttugu ár til að keppa Ólympíuleikum eða allt frá því að Daníel Jakobsson, fyrrverandi formaður SKÍ, og Rögnvaldur Ingþórsson kepptu á ÓL í Lillehammer árið 1994. „Við erum að vonast til þess að Brynjar Leó nái líka þessum lágmörkum,“ segir Jón en Sævar og Brynjar Leó Kristinsson eru einu göngumennirnir í hópnum.Landsliðshópur SKÍ í Alpagreinum Talið frá vinstri: Einar Kristinn Kristgeirsson, Jakob Helgi Bjarnason, Freydís Halla Einarsdóttir, Brynjar Jökull Guðmundsson, Erla Ásgeirsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir.Mynd/SKÍ„Það er frábært að fá inn fólk úr sem flestum greinum. Alpagreinarnar hafa verið mest á Ólympíuleikunum undanfarið. Við áttum fjóra keppendur í alpagreinum á Ólympíuleikunum í Vancouver og vonumst til að eiga fjóra líka núna. Þau þurfa að ná ákveðnum lágmörkum á alþjóðlegum mótum og ef það eru fleiri en tveir eða þrír þurfa Skíðasambandið og ÍSÍ bara að velja á milli,“ segir Jón Viðar. „Það stefnir í mikla samkeppni hjá krökkunum að tryggja sig inn. Landsliðið í alpagreinum er núna í Austurríki við æfingar og þar er undirbúningur í fullum gangi,“ segir Jón Viðar. Alpagreinafólkið, Björgvin Björgvinsson, Íris Guðmundsdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson, var með á leikunum í Vancouver fyrir fjórum árum en ekki núna. „Þetta er alveg nýr hópur. Það hefur því miður verið oft þannig að Ólympíuleikar eru endastöð fyrir alltof marga,“ segir Jón Viðar. Eins og hjá öðru afreksfólki á Íslandi þá gerir peningahliðin krökkunum erfitt fyrir. „Þetta er mjög dýrt sport og aðallega er þetta svo rosalegur ferðakostnaður. Það er verið að sækja aðstöðuna erlendis því við erum með mjög óhagstætt veðurfar hérna á Íslandi. Þau þurfa að leggja út fyrir X-miklum kostnaði en við erum að vinna í því að fá nýja styrktaraðila og reyna að styrkja þau eins og við getum,“ segir Jón Viðar. Hann er pottþéttur á því að vetrarleikarnir í Sochi í Rússlandi verði sögulegir. „Þetta á eftir að toppa allt og verður alveg rosalegt. Rússarnir eru alveg ruglaðir og reyna að koma sér á kortið þarna eins og í öllu öðru sem þeir gera,“ sagði Jón Viðar að lokum.Sævar BirgissonMynd/Sævar BirgissonÞau ætla að vera með á ÓL í febrúar Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur sett saman Ólympíuhóp sambandsins en hann skipa þeir tíu íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á næstu Vetrarólympíuleikum sem fara fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf í febrúar 2014. Hópinn skipa þau Brynjar Jökull Guðmundsson (alpagreinar), Brynjar Leó Kristinsson (skíðaganga), Einar Kristinn Kristgeirsson (alpagreinar), Erla Ásgeirsdóttir (alpagreinar), Freydís Halla Einarsdóttir (alpagreinar), Halldór Helgason (snjóbretti), Helga María Vilhjálmsdóttir (alpagreinar), Jakob Helgi Bjarnason (alpagreinar), María Guðmundsdóttir (alpagreinar) og Sævar Birgisson (skíðaganga)i.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Sjá meira