Kínverskar flugáhafnir selja bíla Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2013 12:30 Sannarlega nýlunda í bílasölu í heiminum Flugáhafnir verða sérþjálfaðar í sölu á kínverskum bílum. Kínverska lággjaldaflugfélagið Spring Airlines ætlar í næsta mánuði að hefja sölu á bílum um borð í flugvélum sínum. Aðeins verður um að ræða kínverska bíla og meðalverð þeirra verður um tvær milljónir króna. Áhafnarmeðlimir verða því að vera færir um að fræða farþegana um þessa bíla og munu vafalaust þurfa talverða menntun til. Sumir hafa eðlilega efast um að salan verði góð þar sem kaupendur bíla skoða þá vanalega með fjögur hjól á jörðinni og prófi þá gjarnan að auki. Tekið verður við greiðslu bílanna með greiðslukortum, en ekki fylgir sögunni hvort aðrar fjármögnunarleiðir verða í boði, svo sem boðgreiðslur. Salan mun hefjast í apríl í flugvélum sem fara frá Shanghai. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent
Flugáhafnir verða sérþjálfaðar í sölu á kínverskum bílum. Kínverska lággjaldaflugfélagið Spring Airlines ætlar í næsta mánuði að hefja sölu á bílum um borð í flugvélum sínum. Aðeins verður um að ræða kínverska bíla og meðalverð þeirra verður um tvær milljónir króna. Áhafnarmeðlimir verða því að vera færir um að fræða farþegana um þessa bíla og munu vafalaust þurfa talverða menntun til. Sumir hafa eðlilega efast um að salan verði góð þar sem kaupendur bíla skoða þá vanalega með fjögur hjól á jörðinni og prófi þá gjarnan að auki. Tekið verður við greiðslu bílanna með greiðslukortum, en ekki fylgir sögunni hvort aðrar fjármögnunarleiðir verða í boði, svo sem boðgreiðslur. Salan mun hefjast í apríl í flugvélum sem fara frá Shanghai.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent