Lífið

Björgvin Páll verður pabbi í sumar

Ellý Ármanns skrifar
Björgvin Páll Gústavsson handboltakappi með meiru sem spilar með SC Magdeburg í Þýskalandi og eiginkona hans, Karen Einarsdóttir, eiga von á sínu fyrsta barni í sumar.

"Ég og þessi fallega kona (Karen Einarsdóttir) eigum von á okkar fyrsta barni núna í byrjun ágúst! Krílið er hinsvegar ekki á þeim buxunum að gefa upp kyn sitt ennþá þannig að þær upplýsingar verða að bíða í smá tíma í viðbót. ;)" skrifaði Björgvin á Facebook síðuna sína fyrir um klukkustund.

Ekki nóg með að fjölskylda landsliðsmarkmannsins stækki í sumar heldur skiptir hann um lið og fer yfir til Bergischer HC sem er lið í vestur Þýskalandi.

Karen Einarsdóttir og Björgvin Páll Gústavsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.