Skotinn Andy Murray á við bakmeiðsli að stríða og varð því að draga sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu.
Murray fagnaði sigri á Opna bandaríska og Ólympíuleikunum í fyrra en ætlar nú að nýta tímann til að undirbúa sig fyrir tímabilið á grasvöllunum sem hefst að mótinu í París loknu.
„Ég elska að spila í París en það er ljóst að ég er ekki í standi til að keppa. Ég þakka stuðninginn og nú er markmiðið að koma mér aftur af stað eins fljótt og mögulegt er,“ sagði hann.
„Ég hef verið með verk í bakinu í nokkurn tíma. Ég vil vera viss um að vandamálið lagist. Þetta byrjaði árið 2011 en versnaði á leirtímabilinu í fyrra.“
Hann komst í fjórðungsúrslit mótsins í París í fyrra en tapaði þá fyrir David Ferrer.
Sport