Vildi vera drepinn 14. apríl 2013 18:00 Pegasus vann að gerð Game of Thrones á Íslandi. Árni Björn stendur aftan við miðju og er sá hávaxni með hettuna. „Það var náttúrulega frábær upplifun að sjá sjálfan sig í þáttunum og aðalfúttið að vera einmitt í Game of Thrones. Ég hefði vart tekið að mér hlutverk statista fyrir nokkurn annan þátt,“ segir Árni Björn Helgason, sem var dyggur áhorfandi þáttanna áður en þeir komu til framleiðslu hérlendis og fannst tækifærið því spennandi. „Ég var alltaf að vonast til að vera drepinn; það hefði verið alskemmtilegast. Að fá á sig blóð og gera eitthvað róttækt í stað þess að þramma bara á eftir Jóni Snjó,“ segir Árni, sem áhorfendur hafa séð bregða fyrir í fyrstu tveimur þáttunum af nýju seríunni af Game of Thrones. „Maður veit svo sem aldrei hvort maður lendir í mynd eða á gólfi klipparans en ég þykist viss um að ég eigi eftir að sjást meira í nýju þáttunum. Aukaleikarar eiga þó aldrei að ná athygli áhorfandans og alls ekki að stela senunni en Íslendingar fylgjast með sínu fólki. Ég hef því fengið einhvern tug læka fyrir verknaðinn á Facebook,“ segir Árni og hlær.Eftirsóknarvert ævintýri Árni er framkvæmdastjóri erlendrar framleiðslu hjá Saga Film en það var samkeppnisaðilinn Pegasus sem vann Game of Thrones á Íslandi. „Ég var ekki byrjaður hjá Saga Film þegar ég var statisti í fyrri þáttaröðinni. Í henni voru frekar fáir Íslendingar en í þeirri seinni skiptu þeir tugum. Sumir sjást meira í mynd en aðrir og sennilega er ég einn af þeim mest áberandi. Fyrir það uppskar ég dálitlar óvinsældir enda vill enginn lenda lengst á bak við og helst birtast á skjánum. Hvað ég er hávaxinn var galli í fyrri seríunni og þá sást bara í hökuna á mér við hlið Jóns Snjós en nú voru þeir hressari á að leyfa okkur að vera með,“ segir Árni. Game of Thrones hefur slegið í gegn á heimsvísu og Árni segir aðdáendur þáttanna ytra hafa boðist til að borga undir sig flug og vinna launalaust til þess eins að geta sagst hafa leikið í þáttunum. „Þetta var líka stórskemmtilegt verkefni og ánægjulegt að vinna með aðalleikurum þáttanna sem voru jarðbundnir og alúðlegir. Á tökustað var sannarlega jafn kalt og það lítur út fyrir að vera en mér var þó ekki kalt. Við sem búum í Snjólandinu fengum hlýjar og voldugar gærur en Krákurnar voru að krókna með þunnar leðurpjötlur á höndum og haus.“Langar að vinna með Tarantino Í starfi sínu umgengst Árni sumar af nafntoguðustu persónum kvikmyndabransans. Hann eyddi páskunum á ferð um landið með breska handritshöfundinum og leikstjóranum Christopher Nolan í leit að mögulegum tökustað fyrir næstu kvikmynd hans, Interstellar. „Kvikmyndagerð snýst um gott aðgengi og á Íslandi eru fjöll, jöklar og lón nánast við þjóðveginn. Í útlöndum þarf oft að fara upp fyrir trjálínu og þá fylgir tilheyrandi háfjallaveiki og fleiri áskoranir. Aðstæður eru því einstakar á Íslandi og ávallt með í för vanir menn sem þekkja hvern krók og kima.“ Árni segir fræga einstaklinga í bransanum oft kjósa leynd yfir ferðum sínum þótt stundum verði ekki komist hjá því að spyrjist út hverjir séu á ferðinni. „Maður gefur þó ekkert upp fyrr en búið er að skrifa undir en óhætt er að segja að margir eru að spá og spekúlera með spennandi verkefni hér á landi.“En á Árni sér draumaverkefni eða sérstakt átrúnaðargoð sem hann vildi starfa með heima á Íslandi? „Ég gat strikað Star Trek út af óskalistanum þegar ég tók þátt í gerð hennar á Íslandi síðastliðið sumar og nú stendur til að gera nýja Star Wars-mynd. Það væri ekki leiðinlegt ef hún yrði tekin upp hér enda íslenskar auðnir og ís kjörið tökulendi fyrir geimmyndir. Þá þætti mér skemmtilegt ef Quentin Tarantino kæmi hingað til að leika eða leikstýra því ég fór alveg á mis við hann þegar hann gerði sér glaðan dag hér um árið,“ segir Árni og hlær dátt.Úr Fellunum í heimavistarskóla Árni er menntaður matreiðslumaður en hefur lagt eldamennskuna á hilluna. „Leið mín yfir í kvikmyndabransann lá í gegnum matreiðsluþætti sem ég gerði fyrir Stöð 2 og Skjá einn á árum áður. Mér leiddist fljótt að vinna á veitingahúsum þegar aðrir voru í fríi og maður þarf að hafa virkilega ástríðu til að starfa sem matreiðslumaður. Mér þótti matreiðslan því skemmtilegra hobbí en vinna,“ segir Árni sem er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. „Ég er alinn upp í Fellunum í Efra-Breiðholti og eftir fyrsta bekk í Fellaskóla var ég sendur ásamt fleiri villingum í heimavist á Héraðsskólanum á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, þar sem amma vann í eldhúsinu. Það var jákvæð og fyrirbyggjandi aðgerð svo ég yrði ekki alræmdur Breiðholtsvillingur en unglingastigið tók ég síðar í Hólabrekkuskóla,“ útskýrir Árni sem er einstæður faðir. „Helgina á ég með tveggja ára dóttur minni. Við förum gjarnan í sund og höfum það skemmtilegt. Síðast fórum við á Dýrin í Hálsaskógi þar sem hún steinsofnaði undir vögguvísunni.“Þótt Árni sé framleiðandi erlendra verkefna hjá Saga Film lendir hann líka stundum fyrir framan myndavélarnar. Hann lék í norskri skyrauglýsingu, framleiddi sænska skyrauglýsingu og lánaði nýlega hönd sína til að snúa tappa af Súkkulaðimjólk. „Ég sækist ekki sérstaklega eftir þessu en læt stundum til leiðast þegar óskað er eftir því. Ég virðist hafa leikræna hæfileika og útlit sem hentar í bland.“ Mynd/GVA Game of Thrones Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Það var náttúrulega frábær upplifun að sjá sjálfan sig í þáttunum og aðalfúttið að vera einmitt í Game of Thrones. Ég hefði vart tekið að mér hlutverk statista fyrir nokkurn annan þátt,“ segir Árni Björn Helgason, sem var dyggur áhorfandi þáttanna áður en þeir komu til framleiðslu hérlendis og fannst tækifærið því spennandi. „Ég var alltaf að vonast til að vera drepinn; það hefði verið alskemmtilegast. Að fá á sig blóð og gera eitthvað róttækt í stað þess að þramma bara á eftir Jóni Snjó,“ segir Árni, sem áhorfendur hafa séð bregða fyrir í fyrstu tveimur þáttunum af nýju seríunni af Game of Thrones. „Maður veit svo sem aldrei hvort maður lendir í mynd eða á gólfi klipparans en ég þykist viss um að ég eigi eftir að sjást meira í nýju þáttunum. Aukaleikarar eiga þó aldrei að ná athygli áhorfandans og alls ekki að stela senunni en Íslendingar fylgjast með sínu fólki. Ég hef því fengið einhvern tug læka fyrir verknaðinn á Facebook,“ segir Árni og hlær.Eftirsóknarvert ævintýri Árni er framkvæmdastjóri erlendrar framleiðslu hjá Saga Film en það var samkeppnisaðilinn Pegasus sem vann Game of Thrones á Íslandi. „Ég var ekki byrjaður hjá Saga Film þegar ég var statisti í fyrri þáttaröðinni. Í henni voru frekar fáir Íslendingar en í þeirri seinni skiptu þeir tugum. Sumir sjást meira í mynd en aðrir og sennilega er ég einn af þeim mest áberandi. Fyrir það uppskar ég dálitlar óvinsældir enda vill enginn lenda lengst á bak við og helst birtast á skjánum. Hvað ég er hávaxinn var galli í fyrri seríunni og þá sást bara í hökuna á mér við hlið Jóns Snjós en nú voru þeir hressari á að leyfa okkur að vera með,“ segir Árni. Game of Thrones hefur slegið í gegn á heimsvísu og Árni segir aðdáendur þáttanna ytra hafa boðist til að borga undir sig flug og vinna launalaust til þess eins að geta sagst hafa leikið í þáttunum. „Þetta var líka stórskemmtilegt verkefni og ánægjulegt að vinna með aðalleikurum þáttanna sem voru jarðbundnir og alúðlegir. Á tökustað var sannarlega jafn kalt og það lítur út fyrir að vera en mér var þó ekki kalt. Við sem búum í Snjólandinu fengum hlýjar og voldugar gærur en Krákurnar voru að krókna með þunnar leðurpjötlur á höndum og haus.“Langar að vinna með Tarantino Í starfi sínu umgengst Árni sumar af nafntoguðustu persónum kvikmyndabransans. Hann eyddi páskunum á ferð um landið með breska handritshöfundinum og leikstjóranum Christopher Nolan í leit að mögulegum tökustað fyrir næstu kvikmynd hans, Interstellar. „Kvikmyndagerð snýst um gott aðgengi og á Íslandi eru fjöll, jöklar og lón nánast við þjóðveginn. Í útlöndum þarf oft að fara upp fyrir trjálínu og þá fylgir tilheyrandi háfjallaveiki og fleiri áskoranir. Aðstæður eru því einstakar á Íslandi og ávallt með í för vanir menn sem þekkja hvern krók og kima.“ Árni segir fræga einstaklinga í bransanum oft kjósa leynd yfir ferðum sínum þótt stundum verði ekki komist hjá því að spyrjist út hverjir séu á ferðinni. „Maður gefur þó ekkert upp fyrr en búið er að skrifa undir en óhætt er að segja að margir eru að spá og spekúlera með spennandi verkefni hér á landi.“En á Árni sér draumaverkefni eða sérstakt átrúnaðargoð sem hann vildi starfa með heima á Íslandi? „Ég gat strikað Star Trek út af óskalistanum þegar ég tók þátt í gerð hennar á Íslandi síðastliðið sumar og nú stendur til að gera nýja Star Wars-mynd. Það væri ekki leiðinlegt ef hún yrði tekin upp hér enda íslenskar auðnir og ís kjörið tökulendi fyrir geimmyndir. Þá þætti mér skemmtilegt ef Quentin Tarantino kæmi hingað til að leika eða leikstýra því ég fór alveg á mis við hann þegar hann gerði sér glaðan dag hér um árið,“ segir Árni og hlær dátt.Úr Fellunum í heimavistarskóla Árni er menntaður matreiðslumaður en hefur lagt eldamennskuna á hilluna. „Leið mín yfir í kvikmyndabransann lá í gegnum matreiðsluþætti sem ég gerði fyrir Stöð 2 og Skjá einn á árum áður. Mér leiddist fljótt að vinna á veitingahúsum þegar aðrir voru í fríi og maður þarf að hafa virkilega ástríðu til að starfa sem matreiðslumaður. Mér þótti matreiðslan því skemmtilegra hobbí en vinna,“ segir Árni sem er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. „Ég er alinn upp í Fellunum í Efra-Breiðholti og eftir fyrsta bekk í Fellaskóla var ég sendur ásamt fleiri villingum í heimavist á Héraðsskólanum á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, þar sem amma vann í eldhúsinu. Það var jákvæð og fyrirbyggjandi aðgerð svo ég yrði ekki alræmdur Breiðholtsvillingur en unglingastigið tók ég síðar í Hólabrekkuskóla,“ útskýrir Árni sem er einstæður faðir. „Helgina á ég með tveggja ára dóttur minni. Við förum gjarnan í sund og höfum það skemmtilegt. Síðast fórum við á Dýrin í Hálsaskógi þar sem hún steinsofnaði undir vögguvísunni.“Þótt Árni sé framleiðandi erlendra verkefna hjá Saga Film lendir hann líka stundum fyrir framan myndavélarnar. Hann lék í norskri skyrauglýsingu, framleiddi sænska skyrauglýsingu og lánaði nýlega hönd sína til að snúa tappa af Súkkulaðimjólk. „Ég sækist ekki sérstaklega eftir þessu en læt stundum til leiðast þegar óskað er eftir því. Ég virðist hafa leikræna hæfileika og útlit sem hentar í bland.“ Mynd/GVA
Game of Thrones Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira