95 bíla árekstur í Virginia-fylki Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2013 19:17 Þrír létust og á þriðju tug fólks slaðaðist. Þoka á þjóðvegum hefur leikið margan ökumanninn grátt en sjaldan svo illa sem í gær við landamæri Virginíu- og Norður-Karolínufylkis. Þar lentu 95 bílar í einkar ljótri stöppu og kviknaði í mörgum þeirra í kjölfarið. Á nokkrum frétta- og bílavefjum í Bandaríkjunum voru birt heilræði til ökumanna sem lenda í þoku á ferð sinni. Nokkur þeirra eru ítrekuð hér: Hafið aðalljósin kveikt, en alls ekki háu ljósin því þau hindra sýn ökumanna í þoku. Hægið ferðina og gefið ökuhraðanum gaum því þoka villir sýn á ökuhraða og margir halda að þeir aki hægar en þeir raunverulega gera. Hlustið á umferðina og opnið glugga til að heyra betur í henni. Notið málaðar veglínur í hægri kanti til að vísa leið, en ekki afturljós næsta bíls fyrir framan. Sýnið biðlund og ekki fara fram úr öðrum bílum. Ekki stoppa við vegkant. Ef bíllinn bilar, slökkvið á ljósum og ekki standa á bremsunni eða setja í handbremsu. Yfirgefið bílinn til að komast hjá hættu. Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent
Þrír létust og á þriðju tug fólks slaðaðist. Þoka á þjóðvegum hefur leikið margan ökumanninn grátt en sjaldan svo illa sem í gær við landamæri Virginíu- og Norður-Karolínufylkis. Þar lentu 95 bílar í einkar ljótri stöppu og kviknaði í mörgum þeirra í kjölfarið. Á nokkrum frétta- og bílavefjum í Bandaríkjunum voru birt heilræði til ökumanna sem lenda í þoku á ferð sinni. Nokkur þeirra eru ítrekuð hér: Hafið aðalljósin kveikt, en alls ekki háu ljósin því þau hindra sýn ökumanna í þoku. Hægið ferðina og gefið ökuhraðanum gaum því þoka villir sýn á ökuhraða og margir halda að þeir aki hægar en þeir raunverulega gera. Hlustið á umferðina og opnið glugga til að heyra betur í henni. Notið málaðar veglínur í hægri kanti til að vísa leið, en ekki afturljós næsta bíls fyrir framan. Sýnið biðlund og ekki fara fram úr öðrum bílum. Ekki stoppa við vegkant. Ef bíllinn bilar, slökkvið á ljósum og ekki standa á bremsunni eða setja í handbremsu. Yfirgefið bílinn til að komast hjá hættu.
Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent