Mynd Baltasars sú vinsælasta vestanhafs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. ágúst 2013 11:48 Það eru þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg sem fara með aðalhlutverkin í 2 Guns. Mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var sú vinsælasta í bandarískum og kanadískum kvikmyndahúsum yfir helgina og þénaði rúmar 27 milljónir dala. Það er betri árangur en fyrri kvikmynd leikstjórans, Contraband, náði þó henni hafi einnig gengið vel. Hún þénaði rúmar 24 milljónir dala yfir opnunarhelgi og endaði í rúmum 66 milljónum. Vísir spurði kvikmyndagerðarmanninn Ásgrím Sverrisson álits, og segir hann gengi 2 Guns hafa staðist væntingar miðað við árstíma. „Það eru til margar leiðir til að líta á þetta. Þetta er auðvitað mikið ef þú horfir á þetta frá íslenskum sjónarhóli. Frá amerískum sjónarhóli er þetta opnun sem má búast við á þessum árstíma, jafnvel heldur betri. Oft er talað um ágúst sem daufan mánuð eftir stórmyndir sumarsins. Bíóaðsókn í heildina er sögð þokkaleg og hvað varðar myndina þá virðist hún hafa nokkurn veginn staðist væntingar.“ Ásgrímur segir flest benda til þess að myndin eigi eftir að þéna svipað og Contraband gerði í fyrra. En hvað þýðir þetta fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Sko ég held að þetta þýði langmest fyrir Baltasar sjálfan. Þetta eru vísbendingar um að honum sé að ganga mjög vel og það er ánægjulegt. Það er mjög sannfærandi fyrir hann að gera tvær myndir í röð, sínar fyrstu stúdíómyndir, sem báðar fara á toppinn. Það er mjög sannfærandi innkoma. En svo hefur Baltasar talað um að hann vilji setja fé í íslenska kvikmyndagerð og þetta mun auðvitað hjálpa honum að útvega fé.“ Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var sú vinsælasta í bandarískum og kanadískum kvikmyndahúsum yfir helgina og þénaði rúmar 27 milljónir dala. Það er betri árangur en fyrri kvikmynd leikstjórans, Contraband, náði þó henni hafi einnig gengið vel. Hún þénaði rúmar 24 milljónir dala yfir opnunarhelgi og endaði í rúmum 66 milljónum. Vísir spurði kvikmyndagerðarmanninn Ásgrím Sverrisson álits, og segir hann gengi 2 Guns hafa staðist væntingar miðað við árstíma. „Það eru til margar leiðir til að líta á þetta. Þetta er auðvitað mikið ef þú horfir á þetta frá íslenskum sjónarhóli. Frá amerískum sjónarhóli er þetta opnun sem má búast við á þessum árstíma, jafnvel heldur betri. Oft er talað um ágúst sem daufan mánuð eftir stórmyndir sumarsins. Bíóaðsókn í heildina er sögð þokkaleg og hvað varðar myndina þá virðist hún hafa nokkurn veginn staðist væntingar.“ Ásgrímur segir flest benda til þess að myndin eigi eftir að þéna svipað og Contraband gerði í fyrra. En hvað þýðir þetta fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Sko ég held að þetta þýði langmest fyrir Baltasar sjálfan. Þetta eru vísbendingar um að honum sé að ganga mjög vel og það er ánægjulegt. Það er mjög sannfærandi fyrir hann að gera tvær myndir í röð, sínar fyrstu stúdíómyndir, sem báðar fara á toppinn. Það er mjög sannfærandi innkoma. En svo hefur Baltasar talað um að hann vilji setja fé í íslenska kvikmyndagerð og þetta mun auðvitað hjálpa honum að útvega fé.“
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein