Rússneskar laxveiðar á Loftleiðum 10. febrúar 2013 15:53 Það er bersýnilega ekki leiðinlegt í ánni Kharlovka. Mynd / Veiðiflugur Rússnesku laxveiðiárnar Kharlovka, Litza, Rynda og Zolotaya verða kynntar Natura Hótel Loftleiðum á miðvikudag frá klukkan til sjö. "Við getum lofað frábærri kynningu og fyrirlestri um þetta skemmtilega svæði og það mun ekkert vanta upp á myndir og DVD um stóra laxa og náttúrufegurð," segir í tilkynningu frá versluninni Veiðiflugum sem stendur að dagskránni. Umræddar veiðiár eru á norðurströnd Kolaskaga og hafa að sögn mjög stóran stofn af stórlöxum. Justin McCarthy, sölustjóri ánna, og Mikael Frödin, atvinnuveiðimaður og fluguhnýtari, flytja fyrirlestra. Hilmar Hansson í Veiðiflugum og Pálmi Gunnarsson verða þeim til aðstoðar. Veiðifyrirkomulagið er þannig að menn eru einir á stöng og eru tvær stangir á svæði sem deila gæd. "Það sem er innifalið í þessum ferðum er 6 og 1/2 dags veiði með mat, gæd, og flugi frá Murmansk í veiðihúsið. Aðbúnaðurinn er mjög góður og veiðimenn hafa sér herbergi með snyrtingu. Það sem er frábært við þessar ár er ósnortin náttúra og mikil stórlaxa von," segir í tilkynningunni. Þá segir um Justin McCarthy að hann hafi stjórnað veiðihúsunum í Kharlovka og Litza auk þess að sjá um sölu á ánum. "Á árunum 2000 til 2003 var hann camp manager í Varsuga-ánni á Kolaskaga auk þess að sjá um Sjóbirtings svæði fjölmiðla kóngsins Ted Turner í Argentínu um ára bil. Það er líka gaman að segja frá því að Justin hafðu umsjón með veiðimönnum í Hafralónsá í Þistilfyrði þrjú sumur þannig að hann er ekki ókunnugur íslensku ánum." Um Mikael Frödin segir að hann hafi verið einn af fremstu hönnuðum á veiðivörum um árabil og vinni fyrir Guideline við hönnun og kynningu. "Mikael hefur veitt í Rússlandi í mörg ár og var einn af þeim fyrstu sem fór til veiða þar eftir að árnar opnuðust fyrir almenning," segir um Frödin. Allir eru sagðir velkomnir á kynninguna á miðvikudag.gar@frettabladid.isAth.Linda Camilla Martinsdóttir ráðstefnustjóri hefur sent okkur ábendingu um að umrætt hótel heitir ekki Hótel Loftleiðir heldurHótel Reykjavík Natura. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
Rússnesku laxveiðiárnar Kharlovka, Litza, Rynda og Zolotaya verða kynntar Natura Hótel Loftleiðum á miðvikudag frá klukkan til sjö. "Við getum lofað frábærri kynningu og fyrirlestri um þetta skemmtilega svæði og það mun ekkert vanta upp á myndir og DVD um stóra laxa og náttúrufegurð," segir í tilkynningu frá versluninni Veiðiflugum sem stendur að dagskránni. Umræddar veiðiár eru á norðurströnd Kolaskaga og hafa að sögn mjög stóran stofn af stórlöxum. Justin McCarthy, sölustjóri ánna, og Mikael Frödin, atvinnuveiðimaður og fluguhnýtari, flytja fyrirlestra. Hilmar Hansson í Veiðiflugum og Pálmi Gunnarsson verða þeim til aðstoðar. Veiðifyrirkomulagið er þannig að menn eru einir á stöng og eru tvær stangir á svæði sem deila gæd. "Það sem er innifalið í þessum ferðum er 6 og 1/2 dags veiði með mat, gæd, og flugi frá Murmansk í veiðihúsið. Aðbúnaðurinn er mjög góður og veiðimenn hafa sér herbergi með snyrtingu. Það sem er frábært við þessar ár er ósnortin náttúra og mikil stórlaxa von," segir í tilkynningunni. Þá segir um Justin McCarthy að hann hafi stjórnað veiðihúsunum í Kharlovka og Litza auk þess að sjá um sölu á ánum. "Á árunum 2000 til 2003 var hann camp manager í Varsuga-ánni á Kolaskaga auk þess að sjá um Sjóbirtings svæði fjölmiðla kóngsins Ted Turner í Argentínu um ára bil. Það er líka gaman að segja frá því að Justin hafðu umsjón með veiðimönnum í Hafralónsá í Þistilfyrði þrjú sumur þannig að hann er ekki ókunnugur íslensku ánum." Um Mikael Frödin segir að hann hafi verið einn af fremstu hönnuðum á veiðivörum um árabil og vinni fyrir Guideline við hönnun og kynningu. "Mikael hefur veitt í Rússlandi í mörg ár og var einn af þeim fyrstu sem fór til veiða þar eftir að árnar opnuðust fyrir almenning," segir um Frödin. Allir eru sagðir velkomnir á kynninguna á miðvikudag.gar@frettabladid.isAth.Linda Camilla Martinsdóttir ráðstefnustjóri hefur sent okkur ábendingu um að umrætt hótel heitir ekki Hótel Loftleiðir heldurHótel Reykjavík Natura.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði