Bíó og sjónvarp

Jessica Chastain er eftirsótt

Leikkonan Jessica Chastain fer með annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni A Most Violent Year í leikstjórn J.C. Chandor. Mótleikari Chastain verður enginn annar en spænski leikarinn Javier Bardem.

Vefsíða Empire segir söguþráð kvikmyndarinnar enn vera mikið leyndarmál. A Most Violent Year verður þriðja kvikmynd leikstjórans, en áður leikstýrði hann myndunum Margin Call frá 2011 og All is Lost með Robert Redford í aðalhlutverki.

Chastain hefur haft í nógu að snúast frá árinu 2011 og á þessu ári má berja leikkonuna augum í myndunum Mama og tvíleiknum The Disappearance of Eleanor Rigby: His og The Disappearance of Eleanor Rigby: Hers. Að auki fer hún með hlutverk í myndunum Miss Julie og Interstellar sem koma út a næsta ári.

Hægt er að sjá sýnishornið úr Mama í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.