Tíu íslenskir leikmenn á topp 20 í framlagi í fyrstu umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 15:30 Emil Barja og Davíð Páll Hermannsson eru báðir á topp tuttugu. Mynd/Anton KFÍ-maðurinn Jason Smith var með hæsta framlagið í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta sem lauk í gærkvöldi. Emil Barja, 22 ára leikstjórnandi Hauka, kom best út af íslensku leikmönnum deildarinnar en hann var með þrefalda tvennu í sigri á Val. Emil Barja var með 31 framlagsstig í 85-70 sigri á Val en þessi öflugi strákur var með 11 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum auk þess að tapa aðeins einum bolta á 33 mínútum. Jason Smith var langhæstur á framlagslistanum enda fékk hann 48 framlagsstig fyrir sinn fyrsta leik í Dominos-deildinni. Smith var með 41 stig í 98-106 tapi KFÍ á móti Njarðvík á Ísafirði en auk stiganna var þessi ára 30 ára bakvörður með 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Smith hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum og alls rötuðu 13 af 18 skotum hans utan af velli rétta leið. Það eru alls tíu íslenskir leikmenn sem komust inn á topp tuttugu listann í framlagi í fyrstu umferðinni þar af voru fjórir þeirra meðal tíu efstu. Þeir sem komust inn á topp tíu listann voru auk Emils þeir Björgvin Hafþór Ríkharðsson, bakvörður ÍR, Jón Ólafur Jónsson, framherji Snæfells og Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji Þór Þorlákshafnar.Hæsta framlag leikmanna í 1. umferð Dominos-deildar karla: 1. Jason Smith, KFÍ 48 2. Michael Craion, Keflavík 38 3. Terrence Watson, Haukar 37 4. Mike Cook Jr., Þór Þ. 35 5. Emil Barja, Haukar 31 6. Mychal Green, Skallagrímur 30 7. Björgvin Hafþór Ríkharðsson, ÍR 29 8. Jón Ólafur Jónsson, Snæfell 28 8. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þ. 28 10. Nigel Moore, Njarðvík 27 11. Terry Leake Jr., ÍR 26 11. Páll Axel Vilbergsson, Skallagrímur 26 11. Chris Woods, Valur 26 14. Shawn Atupem, KR 23 15. Sveinbjörn Claessen, ÍR 22 15. Mirko Stefán Virijevic, KFÍ 22 17. Snorri Hrafnkelsson, Njarðvík 20 17. Davíð Páll Hermannsson, Haukar 20 17. Nemanja Sovic, Þór Þ. 20 20. Helgi Már Magnússon, KR 19 Dominos-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Sjá meira
KFÍ-maðurinn Jason Smith var með hæsta framlagið í fyrstu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta sem lauk í gærkvöldi. Emil Barja, 22 ára leikstjórnandi Hauka, kom best út af íslensku leikmönnum deildarinnar en hann var með þrefalda tvennu í sigri á Val. Emil Barja var með 31 framlagsstig í 85-70 sigri á Val en þessi öflugi strákur var með 11 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 2 varin skot í leiknum auk þess að tapa aðeins einum bolta á 33 mínútum. Jason Smith var langhæstur á framlagslistanum enda fékk hann 48 framlagsstig fyrir sinn fyrsta leik í Dominos-deildinni. Smith var með 41 stig í 98-106 tapi KFÍ á móti Njarðvík á Ísafirði en auk stiganna var þessi ára 30 ára bakvörður með 7 fráköst, 7 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Smith hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum og alls rötuðu 13 af 18 skotum hans utan af velli rétta leið. Það eru alls tíu íslenskir leikmenn sem komust inn á topp tuttugu listann í framlagi í fyrstu umferðinni þar af voru fjórir þeirra meðal tíu efstu. Þeir sem komust inn á topp tíu listann voru auk Emils þeir Björgvin Hafþór Ríkharðsson, bakvörður ÍR, Jón Ólafur Jónsson, framherji Snæfells og Ragnar Ágúst Nathanaelsson, miðherji Þór Þorlákshafnar.Hæsta framlag leikmanna í 1. umferð Dominos-deildar karla: 1. Jason Smith, KFÍ 48 2. Michael Craion, Keflavík 38 3. Terrence Watson, Haukar 37 4. Mike Cook Jr., Þór Þ. 35 5. Emil Barja, Haukar 31 6. Mychal Green, Skallagrímur 30 7. Björgvin Hafþór Ríkharðsson, ÍR 29 8. Jón Ólafur Jónsson, Snæfell 28 8. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Þór Þ. 28 10. Nigel Moore, Njarðvík 27 11. Terry Leake Jr., ÍR 26 11. Páll Axel Vilbergsson, Skallagrímur 26 11. Chris Woods, Valur 26 14. Shawn Atupem, KR 23 15. Sveinbjörn Claessen, ÍR 22 15. Mirko Stefán Virijevic, KFÍ 22 17. Snorri Hrafnkelsson, Njarðvík 20 17. Davíð Páll Hermannsson, Haukar 20 17. Nemanja Sovic, Þór Þ. 20 20. Helgi Már Magnússon, KR 19
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum