Handbolti

Leik ÍBV og FH frestað til morguns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Heimir Friðriksson.
Andri Heimir Friðriksson. Mynd/Stefán
Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik ÍBV og FH í Olís deild karla vegna ófærðar frá Vestmannaeyjum en leikurinn átti að fara fram klukkan 15.00 í dag.

Það var búið að afskrifa það að leikurinn færi fram á upprunalegum tíma en það var í athugun hvort mögulegt væri að spila hann klukkan 18.00 í kvöld. Klukkan eitt kom það hinsvegar í ljós að Herjólfur siglir ekki í dag vegna veðurs og því getur leikurinn ekki farið fram.

Leikur ÍBV og FH, sem er lokaleikur 4. umferðar Olís-deildar karla, hefur því fengið nýjan leiktíma sem er á morgun, sunnudag, klukkan 15.00 í Vestmannaeyjum.

ÍBV er í 4. sæti tveimur stigum á eftir toppliðum ÍR og Fram og með einu stigi meira en FH sem er í 6. sæti. Eyjamenn geta náð toppsætinu með sigri í þessum leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×