Stjörnukonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar þær unnu þrettán marka sigur á HK í Mýrinni, 37-24.
Þetta var hraðaupphlaupsveisla hjá Stjörnuliðinu í dag þar sem þær Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested fóru á kostum og skoruðu saman 17 mörk í þessum leik.
Stjarnan var komið fjórtán mörkum yfir í hálfleik eftir frábæran fyrri hálfleik sem liðið vann 21-7.
Þetta er stærsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu til þessa en liðið hafði áður unnið Hauka með átta mörkum, FH með sjö mörkum og ÍBV með tólf mörk.
Grótta vann á sama tíma 27-18 útisigur á Selfossi eftir að hafa verið 13-9 yfir í hálfleik. Gróttuliðið náði jafntefli við Val í síðustu umferð og er til alls líklegt á þessu tímabili.
Stjarnan - HK 37-24 (21-7)
Mörk Stjörnunnar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 9, Sólveig Lára Kjærnested 8, Rakel Dögg Bragadóttir 4, Guðrún Ósk Kristjánsdsóttir 4, Hildur Harðardóttir 3, Esther Viktoria Ragnarsdóttir 3, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 2, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 2, Helena Örvarsdóttir 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1.
Mörk HK: Guðrún Erla Bjarnadóttir 6, Fanney Þóra Þórsdóttir 4, Þórhildur Braga Bragadóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Anna María Guðmundsdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 2, Sóley Ívarsdóttir 1, Margrét Stefanía Þorkelsdóttir 1
Aníta Björk Bárðardóttir 1.
Selfoss - Grótta 18-27 (9-13)
Mörk Selfoss: Þuríður Guðjónsdóttir 6, Dagmar Öder Einarsdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Thelma Sif Kristjánsdóttir 2, Hildur Öder Einarsdóttir 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1.
Mörk Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 7, Unnur Ómarsdóttir 7, Lene Burmo 5, Þórunn Friðriksdóttir 3, Sóley Arnarsdóttir 2, Anett Köbli 1, Sigrún Birna Arnardóttir 1, Guðný Hjaltadóttir 1.
Þrettán marka sigur og fullt hús hjá Stjörnukonum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn

Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti
