Met slegið í hlutafjárútboði Hilton-keðjunnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 MIllenium Hilton í New York. Hlutafjárútboð fyrir skráningu Hilton-hótelkeðjunnar í Kauphöllina í New York gæti orðið með þeim stærstu í ár og það stærsta nokkurn tíma í hótelgeiranum. Fréttablaðið/AP Safnast gætu allt að 2,37 milljarðar Bandaríkjadala í fyrirhuguðu hlutafjárútboði vegna skráningar Hilton-hótelkeðjunnar í Kauphöllina í New York, að því er eignarhaldsfélagið Hilton Worldwide Holdings Inc. hefur upplýst. Upphæðin jafngildir 283,5 milljörðum íslenskra króna. Gangi þessar áætlanir eftir verður útboðið eitt af þeim stærstu í ár og líkast til stærsta hlutafjárútboð í hótelgeiranum frá upphafi. Í tilkynningu til kauphallar kemur fram að í boði verði 112,8 milljónir hluta og að búist sé við að verðið verði á milli 18 og 21 Bandaríkjadalur á hlut. Hilton selur um 64,1 milljón hluta og aðrir hluthafar bjóða fram 48,7 milljónir hluta. Sala viðbótarhluta til banka gæti orðið til þess að afrakstur útboðsins næði allt að 2,72 milljörðum dala, eða meira en 325 milljörðum króna. Aðstæður fyrir útboð eru taldar hagfelldar nú, en hótelgeirinn hefur verið að rétta úr kútnum síðustu tvö ár eftir niðursveiflu í kjölfar hruns fjármálakerfisins, auk þess sem aukið líf hefur færst í hlutabréfamarkaði með fjölgun hlutaskráninga. Í Bandaríkjunum hafa um 200 fyrirtæki verið skráð á markað á þessu ári. Nái verð hlutabréfa í útboði Hilton-keðjunnar að fara yfir miðgildi þess verðbils sem búist er við verður útboðið annað eða þriðja stærsta útboð ársins í Bandaríkjunum í ár. Það færi þá yfir útboð Twitter sem safnaði 2,1 milljarði dala (251 milljarði króna) í síðasta mánuði, en yrði undir hlutafjárútboði olíu- og gaslagnafyrirtækisins Plains GP Holdings LP, sem fór í 2,9 milljarða dala (347 milljarða króna) í október. Þegar eru hafnar kynningar á hótelkeðjunni fyrir fjárfesta, en áætlað er að útboðið hefjist eftir lokun markaða 12. þessa mánaðar. Búist er við að kennimerki skráðs félags í Kauphöllinni í New York verði „HLT“. Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Safnast gætu allt að 2,37 milljarðar Bandaríkjadala í fyrirhuguðu hlutafjárútboði vegna skráningar Hilton-hótelkeðjunnar í Kauphöllina í New York, að því er eignarhaldsfélagið Hilton Worldwide Holdings Inc. hefur upplýst. Upphæðin jafngildir 283,5 milljörðum íslenskra króna. Gangi þessar áætlanir eftir verður útboðið eitt af þeim stærstu í ár og líkast til stærsta hlutafjárútboð í hótelgeiranum frá upphafi. Í tilkynningu til kauphallar kemur fram að í boði verði 112,8 milljónir hluta og að búist sé við að verðið verði á milli 18 og 21 Bandaríkjadalur á hlut. Hilton selur um 64,1 milljón hluta og aðrir hluthafar bjóða fram 48,7 milljónir hluta. Sala viðbótarhluta til banka gæti orðið til þess að afrakstur útboðsins næði allt að 2,72 milljörðum dala, eða meira en 325 milljörðum króna. Aðstæður fyrir útboð eru taldar hagfelldar nú, en hótelgeirinn hefur verið að rétta úr kútnum síðustu tvö ár eftir niðursveiflu í kjölfar hruns fjármálakerfisins, auk þess sem aukið líf hefur færst í hlutabréfamarkaði með fjölgun hlutaskráninga. Í Bandaríkjunum hafa um 200 fyrirtæki verið skráð á markað á þessu ári. Nái verð hlutabréfa í útboði Hilton-keðjunnar að fara yfir miðgildi þess verðbils sem búist er við verður útboðið annað eða þriðja stærsta útboð ársins í Bandaríkjunum í ár. Það færi þá yfir útboð Twitter sem safnaði 2,1 milljarði dala (251 milljarði króna) í síðasta mánuði, en yrði undir hlutafjárútboði olíu- og gaslagnafyrirtækisins Plains GP Holdings LP, sem fór í 2,9 milljarða dala (347 milljarða króna) í október. Þegar eru hafnar kynningar á hótelkeðjunni fyrir fjárfesta, en áætlað er að útboðið hefjist eftir lokun markaða 12. þessa mánaðar. Búist er við að kennimerki skráðs félags í Kauphöllinni í New York verði „HLT“.
Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira