Í leit að glötuðum tíma Karen Kjartansdóttir skrifar 25. maí 2013 06:00 Fyrstu önn mína í grunnskóla gekk ég í barnaskólann á Stokkseyri. Á miðjum vetri fluttu foreldrar mínir svo á Akranes þar sem pabbi hafði fengið betra skipspláss. Sumarið eftir fengum við systurnar að heimsækja krakkana á Stokkseyri aftur. Við féllum strax aftur í hópinn og skemmtum okkur hið besta. Bar þar að garði telpu sem alltaf hafði verið útilokuð frá leikjum árið áður án þess að við kynnum á því nokkra skýringu. Af gömlum vana byrjuðum við systir mín að kyrja ógeðsleg uppnefni þegar við urðum hennar varar og héldum að við værum ægilega sniðugar. Eitthvað hafði greinilega breyst í fjarveru okkar því börnin í kring tóku ekki undir með okkur heldur sneru sér forviða að okkur, spurðu okkur hvers vegna við værum að segja svona, svona gerði enginn lengur. Einhver Olweus hafði greinilega komið við í fjarveru okkar. Mér er enn minnistætt hve vandræðalegt mér þótti þetta en af einhverju undarlegu stolti barns á sjöunda ári ákvað ég að halda fantaskapnum áfram frekar en að halda áfram ánægjulegum leik í sátt við hin börnin. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las pistil Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa. Í honum sagði hann að kynslóðin sem nú væri að sópast af sviði stjórnmálanna á Íslandi væri orðin svo vígamóð og langrækin að það hefði staðið endurreisn Íslands fyrir þrifum. Ekki hefði verið hægt að gleðjast yfir góðum verkum síðustu ríkisstjórnar, svo stæk hefði heiftin í garð pólitískra andstæðinga verið. Vitanlega láta gamlir meistarar í uppnefningum og heiftúðugum stjórnmálum í sér heyra þegar svona hugmyndir heyrast. Þannig spurði Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sig í pistli hvort menn sem skrifuðu eins og Gísli, það er að segja menn sem reyna að stilla til friðar og hvetja til uppbyggingar, væru tengslalausir við samtímann. Hvaða samtíma er hann að tala um, samtíma þar sem endalaust tíðkast að kalla hvort annað uppnefnum á borð við komma og burgeisa? Sá tími er löngu liðinn – nema í hugum fólks sem aldrei vill láta af vondum siðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrstu önn mína í grunnskóla gekk ég í barnaskólann á Stokkseyri. Á miðjum vetri fluttu foreldrar mínir svo á Akranes þar sem pabbi hafði fengið betra skipspláss. Sumarið eftir fengum við systurnar að heimsækja krakkana á Stokkseyri aftur. Við féllum strax aftur í hópinn og skemmtum okkur hið besta. Bar þar að garði telpu sem alltaf hafði verið útilokuð frá leikjum árið áður án þess að við kynnum á því nokkra skýringu. Af gömlum vana byrjuðum við systir mín að kyrja ógeðsleg uppnefni þegar við urðum hennar varar og héldum að við værum ægilega sniðugar. Eitthvað hafði greinilega breyst í fjarveru okkar því börnin í kring tóku ekki undir með okkur heldur sneru sér forviða að okkur, spurðu okkur hvers vegna við værum að segja svona, svona gerði enginn lengur. Einhver Olweus hafði greinilega komið við í fjarveru okkar. Mér er enn minnistætt hve vandræðalegt mér þótti þetta en af einhverju undarlegu stolti barns á sjöunda ári ákvað ég að halda fantaskapnum áfram frekar en að halda áfram ánægjulegum leik í sátt við hin börnin. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las pistil Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa. Í honum sagði hann að kynslóðin sem nú væri að sópast af sviði stjórnmálanna á Íslandi væri orðin svo vígamóð og langrækin að það hefði staðið endurreisn Íslands fyrir þrifum. Ekki hefði verið hægt að gleðjast yfir góðum verkum síðustu ríkisstjórnar, svo stæk hefði heiftin í garð pólitískra andstæðinga verið. Vitanlega láta gamlir meistarar í uppnefningum og heiftúðugum stjórnmálum í sér heyra þegar svona hugmyndir heyrast. Þannig spurði Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sig í pistli hvort menn sem skrifuðu eins og Gísli, það er að segja menn sem reyna að stilla til friðar og hvetja til uppbyggingar, væru tengslalausir við samtímann. Hvaða samtíma er hann að tala um, samtíma þar sem endalaust tíðkast að kalla hvort annað uppnefnum á borð við komma og burgeisa? Sá tími er löngu liðinn – nema í hugum fólks sem aldrei vill láta af vondum siðum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun