Lífið

Starfa með enskum stórliðum

Freyr Bjaranson skrifar
Þór Bæring og Bragi Hinrik magnússon reka ferðaskrifstofuna Gamanferðir.
Þór Bæring og Bragi Hinrik magnússon reka ferðaskrifstofuna Gamanferðir.
„Það er gaman að fá að vinna með þessum stórliðum,“ segir Þór Bæring, annar af eigendum Gamanferða.

Ferðaskrifstofan, sem var stofnuð í fyrra, hefur gert samninga við opinbera knattspyrnuskóla Manchester United og Chelsea um að bjóða upp á ferðir þangað fyrir efnilega íslenska fótboltakrakka. „Það er mjög jákvætt að ná þessum samningum því þetta eru opinberir fótboltaklúbbar á vegum þessara liða.“

Verðið í hinn fræga skóla Manchester Utd. kostar sitt, eða 250 þúsund krónur. Innifalið í því er skólinn sjálfur frá sunnudegi til föstudags, ferð á Old Trafford og æfingagalli. Hjá Chelsea kostar ódýrasti pakkinn tæpar 130 þúsund krónur.



Þór og félagar hafa einnig gert samning við aðdáendaklúbb Arsenal á Íslandi og ætla að skipuleggja ferðir fyrir hann á leiki Arsenal á næstu leiktíð. „Þetta er einn stærsti klúbburinn á landinu og þeir eru mjög duglegir að fara út og gera skemmtilega hluti saman. Það er mjög gaman að vinna með svoleiðis klúbbum,“ segir Þór, sem ætlar einnig að hjálpa klúbbnum að fá Arsenal-hetju á árshátíð hans. „Þetta er allsherjarsamstarf,“ segir hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.