Viðskipti innlent

Íslenskar götumyndir komnar á Google Street View

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Laugavegur, Reykjavík.
Laugavegur, Reykjavík. mynd/google
Vefsíðan Google Maps hefur opnað fyrir Íslandsmyndir í Street View-hluta síðunnar, en myndavélabílar Google tóku myndir hér á landi í sumar.

Hægt er að skoða götur og hús í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og víðar en bílarnir tóku 360° ljósmyndir sem hægt er að „ferðast“ um.

Til að virkja Street View-haminn á Google Maps þarf að slá inn nafn staðarins sem stendur til að skoða, og draga síðan gula karlinn úr vinstra horninu á kortið.

Andlit vegfarenda eru gerð óskýr en margir hafa deilt myndum af sér á samfélagsmiðlunum í dag þar sem Google-bílarnir hafa náð af þeim mynd.

Tók Google mynd af þér? Sendu okkur myndina á ritstjorn@visir.is eða settu slóðina í athugasemd.

Kaupvangsstræti, Akureyri.mynd/google
Pollgata, Ísafirði.mynd/google





Fleiri fréttir

Sjá meira


×