Bíó og sjónvarp

Sæðisbankar og plómuvín á Rúmenskum menningardögum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mikið gengur á í kvikmyndinni Of Snails and Men.
Mikið gengur á í kvikmyndinni Of Snails and Men.
Kvikmyndin Of Snails and Men verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld klukkan 20 en sýningin er hluti af dagskrá Rúmenskra menningardaga sem hófust á miðvikudag og standa fram yfir helgi.

Myndin fjallar um starfsmenn verksmiðju sem missa vinnuna þegar Michael Jackson er á tónleikaferðalagi um landið og ákveða í kjölfarið að selja sæði bandarískum sæðisbanka.

 

Á morgun verður svo myndin I´m an Old Communist Hag sýnd en Stere Gulea, leikstjóri myndarinnar, verður viðstaddur sýninguna og mun svara spurningum að henni lokinni. Myndin Child's Pose, sem vann Gullbjörninn í ár, er einnig sýnd fram í lok næstu viku.

Annað kvöld verða síðan sérstakir Balkan-tónleikar á Hótel Borg þar sem Lucien Nagy Trio Electric kemur fram og er plómuvín í boði hússins á meðan birgðir endast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.