Hvíta ekkjan ekki í hópi hryðjuverkamanna Óskar Hallgrímsson skrifar 8. október 2013 10:37 Vitni að hryðjuverkaárásinni í Westgate verslunarmiðstöðinni í Naíróbí í Kenía, sögðust hafa séð hvíta konu sem stjórnaði meðlimum Al-shabaab samtakanna er þeir hertóku verslunar kjarnann. Vitnin lýstu því að konan hefði svo smurt blóði í andlit sitt og lagt á flótta með fólki sem komst undan skothríðinni. Daginn eftir birti breska blaðið Daily Mail frétt um að konan sem vitnin hefðu lýst væri hin 29 ára Samantha Lewthwaite eða Hvíta ekkjan eins hún hefur verið kölluð í fjölmiðlum undan farin misseri. Eiginmaður hennar, Germaine Lindsay, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp þann 7. júlí árið 2005 í árásum á neðanjarðarlestakerfi London. Eftir þá árás talaði Samantha um að hún væri saklaust fórnarlamb sem nánast vegna tilviljunar hafi gifst hryðjuverkamanni og eignast með honum tvö börn. Saga hennar þótti grunsamleg þótt ekki tækist að véfengja hana á þeim tíma. Samantha ólst upp í Aylesbury og tók Íslams trú þegar hún var táningur. Hún kynntist Germaine þegar hún var 17 ára á spjall svæði á internetinu og giftist honum þremur árum síðar. Stuttu eftir árásirnar í London hvarf nafn hennar úr fjölmiðlum eða alveg til ársins 2012 þegar lýst var eftir henni í tengslum við skipulagningu sprengjuárása á strandbæi Kenía um jólin 2011. Þann 26. september síðastliðin sendi Interpol frá sér tilkynningu um að Samantha væri eftirlýst vegna gruns um skipulagningu á árásunum um jólin 2011. Engin tenging var þar við atburðina í Westgate verslunarmiðstöðinni nokkrum dögum áður. Síðastliðin laugardag sendu yfirvöld í Kenía út aðra tilkynningu þar sem fram kom að Samantha stæði ekki fyrir árásinni á Westgate verslunarmiðstöðina eða tengdist henni á nokkurn hátt. Þar kom einnig fram að engin kona væri grunuð um aðild að árásinni líkt og fjölmiðlar höfðu áður lýst yfir. Þátttaka Samönthu í árásunum var algerlega byggð á blaðagrein sem birtist í slúðurblaði í Bretlandi og flóði ályktanna sem rúllaði af stað sem snjóflóð eftir það. Harmageddon Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon
Vitni að hryðjuverkaárásinni í Westgate verslunarmiðstöðinni í Naíróbí í Kenía, sögðust hafa séð hvíta konu sem stjórnaði meðlimum Al-shabaab samtakanna er þeir hertóku verslunar kjarnann. Vitnin lýstu því að konan hefði svo smurt blóði í andlit sitt og lagt á flótta með fólki sem komst undan skothríðinni. Daginn eftir birti breska blaðið Daily Mail frétt um að konan sem vitnin hefðu lýst væri hin 29 ára Samantha Lewthwaite eða Hvíta ekkjan eins hún hefur verið kölluð í fjölmiðlum undan farin misseri. Eiginmaður hennar, Germaine Lindsay, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp þann 7. júlí árið 2005 í árásum á neðanjarðarlestakerfi London. Eftir þá árás talaði Samantha um að hún væri saklaust fórnarlamb sem nánast vegna tilviljunar hafi gifst hryðjuverkamanni og eignast með honum tvö börn. Saga hennar þótti grunsamleg þótt ekki tækist að véfengja hana á þeim tíma. Samantha ólst upp í Aylesbury og tók Íslams trú þegar hún var táningur. Hún kynntist Germaine þegar hún var 17 ára á spjall svæði á internetinu og giftist honum þremur árum síðar. Stuttu eftir árásirnar í London hvarf nafn hennar úr fjölmiðlum eða alveg til ársins 2012 þegar lýst var eftir henni í tengslum við skipulagningu sprengjuárása á strandbæi Kenía um jólin 2011. Þann 26. september síðastliðin sendi Interpol frá sér tilkynningu um að Samantha væri eftirlýst vegna gruns um skipulagningu á árásunum um jólin 2011. Engin tenging var þar við atburðina í Westgate verslunarmiðstöðinni nokkrum dögum áður. Síðastliðin laugardag sendu yfirvöld í Kenía út aðra tilkynningu þar sem fram kom að Samantha stæði ekki fyrir árásinni á Westgate verslunarmiðstöðina eða tengdist henni á nokkurn hátt. Þar kom einnig fram að engin kona væri grunuð um aðild að árásinni líkt og fjölmiðlar höfðu áður lýst yfir. Þátttaka Samönthu í árásunum var algerlega byggð á blaðagrein sem birtist í slúðurblaði í Bretlandi og flóði ályktanna sem rúllaði af stað sem snjóflóð eftir það.
Harmageddon Mest lesið Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon Sannleikurinn: Landsþekktir stjórnmálamenn verða á FM957 í vetur Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon