Myrkvi: Mjúk áferð með löngu eftirbragði Úlfar Linnet skrifar 25. október 2013 16:45 Nú nýverið bárust fréttir af góðu gengi Myrkva á World Beer Awards. Eins og við allar fréttir af sigrum Íslendinga hlýnaði smáþjóðarhjartanu og við færðumst aðeins nær því að verða aftur best í heimi. En fréttin er merkilegri en virðist í fyrstu því Myrkvi vann til verðlauna í flokki kaffi- og súkkulaðibjóra - flokki sem enginn Íslendingur gat ímyndað sér að væri til hinn 1. mars 1989. Í þessum flokki eru allar bjórtegundir sem innihalda kaffi eða súkkulaði en í Myrkva er að finna hið fyrrnefnda. Nafn bjórsins er ekki út í loftið, bjórinn er kolbikasvartur með þykka brúna froðu. Ilmurinn ber með sér þétta rist og skýra kaffitóna. Mjög gott jafnvægi er milli beiskju, sætu og sýru. Kaffið gefur svo lokahnykkinn - vel til staðar en ekki yfirþyrmandi. Myrkvi hefur mjúka áferð, sem hafrar hjálpa til við að skapa, og eftirbragðið er langt og einkennist af kaffi. Í Myrkva tekst að feta hinn vandfarna gullna meðalveg. Bjórinn er í góðu jafnvægi á sama tíma og hann er áhugaverður og fer inn á óhefðbundnar slóðir. Ef horft er á þróun veitingastaða landsins síðustu ár virðast Íslendingar vera til í allt - þræða hráfæðis-, hamborgara- og sushistaði eins og enginn sé morgundagurinn. Að stíga aðeins út fyrir bjór-þægindarammann ætti því ekki vera mikið vandamál og tilvalið fyrir allt kaffi-, bjór- og nýmetisfólk að ljúka góðri máltíð á Myrkva – til dæmis með eftirréttinum.Fyrir hverja: Matgæðinga og kaffifólkEkki fyrir: Piña colada-þyrsta djammaraStaður og stund: Til að fullkomna máltíð eða rólega kvöldstundRangur staður: Kaffiþorsti á mánudagsmorgniÚlfar Linnet er bjórsérfræðingur Vísis. Hann er stofnmeðlimur og virkur félagi í Fágun (Félagi áhugamanna um gerjun), sem eru fjölmennustu samtök bjóráhugamanna á Íslandi. Hann er fyrsti kennarinn og prófessor emeritus í Bjórskólanum. Úlfar verður með vikulega umfjöllun um bjór á Vísi. Úlfar Linnet Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Nú nýverið bárust fréttir af góðu gengi Myrkva á World Beer Awards. Eins og við allar fréttir af sigrum Íslendinga hlýnaði smáþjóðarhjartanu og við færðumst aðeins nær því að verða aftur best í heimi. En fréttin er merkilegri en virðist í fyrstu því Myrkvi vann til verðlauna í flokki kaffi- og súkkulaðibjóra - flokki sem enginn Íslendingur gat ímyndað sér að væri til hinn 1. mars 1989. Í þessum flokki eru allar bjórtegundir sem innihalda kaffi eða súkkulaði en í Myrkva er að finna hið fyrrnefnda. Nafn bjórsins er ekki út í loftið, bjórinn er kolbikasvartur með þykka brúna froðu. Ilmurinn ber með sér þétta rist og skýra kaffitóna. Mjög gott jafnvægi er milli beiskju, sætu og sýru. Kaffið gefur svo lokahnykkinn - vel til staðar en ekki yfirþyrmandi. Myrkvi hefur mjúka áferð, sem hafrar hjálpa til við að skapa, og eftirbragðið er langt og einkennist af kaffi. Í Myrkva tekst að feta hinn vandfarna gullna meðalveg. Bjórinn er í góðu jafnvægi á sama tíma og hann er áhugaverður og fer inn á óhefðbundnar slóðir. Ef horft er á þróun veitingastaða landsins síðustu ár virðast Íslendingar vera til í allt - þræða hráfæðis-, hamborgara- og sushistaði eins og enginn sé morgundagurinn. Að stíga aðeins út fyrir bjór-þægindarammann ætti því ekki vera mikið vandamál og tilvalið fyrir allt kaffi-, bjór- og nýmetisfólk að ljúka góðri máltíð á Myrkva – til dæmis með eftirréttinum.Fyrir hverja: Matgæðinga og kaffifólkEkki fyrir: Piña colada-þyrsta djammaraStaður og stund: Til að fullkomna máltíð eða rólega kvöldstundRangur staður: Kaffiþorsti á mánudagsmorgniÚlfar Linnet er bjórsérfræðingur Vísis. Hann er stofnmeðlimur og virkur félagi í Fágun (Félagi áhugamanna um gerjun), sem eru fjölmennustu samtök bjóráhugamanna á Íslandi. Hann er fyrsti kennarinn og prófessor emeritus í Bjórskólanum. Úlfar verður með vikulega umfjöllun um bjór á Vísi.
Úlfar Linnet Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist