Ford með methagnað í þriðja ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 08:45 Ford Focus ST Í gær tilkynnti Ford um methagnað fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung og nam hann 312 milljörðum króna. Var það 51 milljarði meira en í fyrra. Velta Ford jókst um 12% og var 4.320 milljarðar. Væntingar Ford um heildarhagnað ársins eru hærri en í fyrra en fyrirtækið hagnaðist um 960 milljarða króna í fyrra. Áfram er tap af rekstrinum í Evrópu en góðu fréttirnar eru þær að tapið var miklu minna en í fyrra, eða 51% minna. Tapið í fyrra á ársfjórðungunum þar var 208 milljarðar. Búist hafði verið við svipuðu tapi í ár, en sú varð ekki raunin. Hagnaður Ford byggir aðallega á góðu gengi í Bandaríkjunum S-Ameríku og Asíu. Markaðshlutdeild Ford í heiminum öllum jókst á milli ára. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent
Í gær tilkynnti Ford um methagnað fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung og nam hann 312 milljörðum króna. Var það 51 milljarði meira en í fyrra. Velta Ford jókst um 12% og var 4.320 milljarðar. Væntingar Ford um heildarhagnað ársins eru hærri en í fyrra en fyrirtækið hagnaðist um 960 milljarða króna í fyrra. Áfram er tap af rekstrinum í Evrópu en góðu fréttirnar eru þær að tapið var miklu minna en í fyrra, eða 51% minna. Tapið í fyrra á ársfjórðungunum þar var 208 milljarðar. Búist hafði verið við svipuðu tapi í ár, en sú varð ekki raunin. Hagnaður Ford byggir aðallega á góðu gengi í Bandaríkjunum S-Ameríku og Asíu. Markaðshlutdeild Ford í heiminum öllum jókst á milli ára.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent