Lífið

Homer, Lenny, Carl og Moe væntanlegir til Íslands

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að Íslandsförinni lokinni eru þættirnir um Simpson-fjölskylduna orðnir 530 talsins.
Að Íslandsförinni lokinni eru þættirnir um Simpson-fjölskylduna orðnir 530 talsins.
Ísland er sögusvið lokaþáttar 24. seríu bandarísku teiknimyndaþáttanna The Simpsons.

Ísland er „mikill örlagavaldur“, eins og segir á vef RÚV, í næstsíðasta þætti seríunnar, en tveir síðustu þættirnir verða sýndir í röð þann 19. maí.

Í þættinum er fjallað um afríska Íslendinginn Carl Carlsson, sem er aðdáendum þáttanna góðu kunnur, en hann er samstarfsfélagi Homers í kjarnorkuverinu.

Í lokaþættinum, sem nefnist "The Saga of Carl Carlsson", hreppa þeir Homer, Lenny, Carl og barþjónninn Moe stóran vinning í happdrætti, en Carl stingur af með vinninginn til Íslands. Hinir þrír leggja því af stað í „norrænt ferðalag“, eins og haft er eftir Fox-sjónvarpsstöðinni.

Ísland kom síðast fyrir í The Simpsons fyrir þremur árum þegar eitt atriði sýndi Íslendinga í kröftugum mótmælum.

Mótmæli fyrir framan Landsbankann í The Simpsons árið 2010. Í bakgrunni má sjá ekta íslenskt landslag með hefðbundinni íslenskri kirkju og fagurri fjallasýn.
Þegar Íslendingar komu fram í Simpsons árið 2010 ákváðu þeir að henda múrsteini í fjórskipta mynd af landvættum Íslands, brenna eftirmynd af Hómer Simpson og bölsótast yfir þeirri staðreynd að Bjólfur sé ekki íslenskur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.