Ford Explorer Sport í lúxusjeppaflokkinn Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2013 14:45 Er með 365 hestafla vél, sportfjöðrun, stækkuðum bremsum og laglegra útliti. Fæstum dettur í hug Ford Explorer þegar rætt er um flokk júxusjeppa, heldur fremur Porsche Cayenne, BMW X5, Mercedes Benz ML63 AMG eða Jeep Grand Cherokee SRT8. Þessi nýji Explorer er kannski ekki eins öflugur og þeir flestir, en þó 365 hestöfl með sína þriggja og hálfs lítra V6 EcoBoost vél og tveimur forþjöppum tekur sprettinn í hundrað á rúmum 6 sekúndum. Hann er líka með sportfjöðrun, stórar bremsur, breyttan undirvagn frá hefðbundna Explorer bílnum og heilmikla og sportlega útlitsbreytingu eins og sést á myndinni. Þar fer mest fyrir svörtu og aukinni notkun króms. Stórar 20 tommu felgurnar gefa honum einnig töffaralegan svip. Ford Explorer Sport er kominn í sölu í Bandaríkjunum og kostar 41.545 dollara. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent
Er með 365 hestafla vél, sportfjöðrun, stækkuðum bremsum og laglegra útliti. Fæstum dettur í hug Ford Explorer þegar rætt er um flokk júxusjeppa, heldur fremur Porsche Cayenne, BMW X5, Mercedes Benz ML63 AMG eða Jeep Grand Cherokee SRT8. Þessi nýji Explorer er kannski ekki eins öflugur og þeir flestir, en þó 365 hestöfl með sína þriggja og hálfs lítra V6 EcoBoost vél og tveimur forþjöppum tekur sprettinn í hundrað á rúmum 6 sekúndum. Hann er líka með sportfjöðrun, stórar bremsur, breyttan undirvagn frá hefðbundna Explorer bílnum og heilmikla og sportlega útlitsbreytingu eins og sést á myndinni. Þar fer mest fyrir svörtu og aukinni notkun króms. Stórar 20 tommu felgurnar gefa honum einnig töffaralegan svip. Ford Explorer Sport er kominn í sölu í Bandaríkjunum og kostar 41.545 dollara.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent