Mini selt 500.000 bíla í Bandaríkjunum 5. apríl 2013 11:15 Hátt í 70.000 Mini seljast nú á ári hverju í Bandaríkjunum Mini hefur rutt brautina fyrir sölu smárra bíla vestanhafs. Í vikunni seldi Mini, sem er í eigu BMW, bíl númer 500.000 frá því Mini hóf að selja bíla aftur í Bandaríkjunum árið 2002. Þessi ágæta sala spannar því 11 ár, en fyrsta árið seldi Mini aðeins 24.590 bíla þar. Á síðasta ári seldi Mini hinsvegar 66.123 bíla og hefur því nær þefaldað sölu sína. Bílgerðunum sem Mini býður viðskiptavinum sínum hefur líka fjölgað mjög á seinni árum. Telja þeir nú, auk hefðbundinnar Cooper gerðar hans, Clubman, Countryman, Coupe, Roadster og Paceman, auk Hardtop og blæjugerðar bílsins smáa. Segja má að góðar viðtökur Mini bílsins hafi rutt brautina fyrir aðrar gerðir smábíla sem einnig hefur verið vel tekið vestanhafs, eins og Fiat 500, Ford Fiesta og Chevrolet Aveo. Svo smáir bílar voru einfaldlega ekki til sölu í Bandaríkjunum fyrir örfáum árum. Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Mini hefur rutt brautina fyrir sölu smárra bíla vestanhafs. Í vikunni seldi Mini, sem er í eigu BMW, bíl númer 500.000 frá því Mini hóf að selja bíla aftur í Bandaríkjunum árið 2002. Þessi ágæta sala spannar því 11 ár, en fyrsta árið seldi Mini aðeins 24.590 bíla þar. Á síðasta ári seldi Mini hinsvegar 66.123 bíla og hefur því nær þefaldað sölu sína. Bílgerðunum sem Mini býður viðskiptavinum sínum hefur líka fjölgað mjög á seinni árum. Telja þeir nú, auk hefðbundinnar Cooper gerðar hans, Clubman, Countryman, Coupe, Roadster og Paceman, auk Hardtop og blæjugerðar bílsins smáa. Segja má að góðar viðtökur Mini bílsins hafi rutt brautina fyrir aðrar gerðir smábíla sem einnig hefur verið vel tekið vestanhafs, eins og Fiat 500, Ford Fiesta og Chevrolet Aveo. Svo smáir bílar voru einfaldlega ekki til sölu í Bandaríkjunum fyrir örfáum árum.
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent