Dýr bílfarmur fuðrar upp Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2013 08:45 Afar óheppilegt er að það kvikni í flutningabílum sem flytja marga bíla í senn og þeir eyðileggjast, en farmurinn er misdýr. Í þessu tilviki í Bangkok í Tælandi var farmurinn rándýr, því að á palli flutningabílsins voru Ferrari 430 Scuderia, Lamborghini Murcielago LP640, tveir Bentley Flying Spur og BMW X6M. Allir eru þeir ónýtir eftir brunann en sameiginlegt andvirði þeirra er 322 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað olli brunanum. Bremsur flutningabílsins urðu einnig fyrir barðinu á eldinum og vagninn sem flytur bílana varð viðskila við bílinn sem dró hann og rann vagninn útá hraðbraut og stíflaði hana í dágóðan tíma. Heppnin elti því ekki beint með ökumanni flutningabílsins þennan daginn. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent
Afar óheppilegt er að það kvikni í flutningabílum sem flytja marga bíla í senn og þeir eyðileggjast, en farmurinn er misdýr. Í þessu tilviki í Bangkok í Tælandi var farmurinn rándýr, því að á palli flutningabílsins voru Ferrari 430 Scuderia, Lamborghini Murcielago LP640, tveir Bentley Flying Spur og BMW X6M. Allir eru þeir ónýtir eftir brunann en sameiginlegt andvirði þeirra er 322 milljónir króna. Ekki kemur fram hvað olli brunanum. Bremsur flutningabílsins urðu einnig fyrir barðinu á eldinum og vagninn sem flytur bílana varð viðskila við bílinn sem dró hann og rann vagninn útá hraðbraut og stíflaði hana í dágóðan tíma. Heppnin elti því ekki beint með ökumanni flutningabílsins þennan daginn.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent