Handbolti

Selfoss fimmta félagið inn í átta liða úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton Brink
Selfyssingar tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Coca Cola bikar karla í handbolta eftir öruggan ellefu marka sigur á Gróttu, 27-16, í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Áður höfðu Valur, Akureyri, Haukar og Afturelding tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum en síðustu tveir leikir sextán liða úrslitanna fara fram Föstudaginn 20.desember (Völsungur - ÍR) og fimmtudaginn 16.janúar 2014 (Haukar 2 - ÍBV).

Yfirburðir Selfyssinga í kvöld koma mikið á óvart enda á útivelli á móti lið sem er með jafnmörg stig og þeir í 1. deildinni. Liðin gerðu 25-25 jafntefli í deildarleik fyrr í vetur.

Selfyssingar voru hinsvegar í miklu stuði í kvöld og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum sem þeir unnu 12-6.



Grótta - Selfoss 16-27 (12-15)

Mörk Gróttu: Ólafur Ægir Ólafsson 7, Þráinn Orri Jónsson 3, Þórir Jökull Finnbogason 2, Vilhjálmur Geir Hauksson 2, Árni Benedikt Árnason 1, Aron Valur Jóhannsson 1.

Mörk Selfoss: Atli Kristinsson 6, Ómar Ingi Magnússon 6, Sverrir Pálsson 4, Hörður Másson 3, Einar Sverrisson 3, Jóhannes Snær Eiríksson 2, Elvar Örn Jónsson 2, Hrannar Gunnarsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×