Minna blóð á tönnunum eftir Wimbledon Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2013 13:45 Illa gekk hjá Murray í New York í gær. Nordicphotos/Getty Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar. Murray, sem átti titil að verja í New York, tapaði í þremur settum 6-4, 6-3 og 6-2. Sigur Skotans í New York fyrir ári var hans fyrsti á risamóti en áður hafði hann landað Ólympíugulli. Sigur á Wimbledon bættist í safnið í sumar en þá batt hann enda á 77 ára eyðimerkurgöngu á heimavelli. „Þegar þú leggur svo hart að þér í mörg ár með markmið í huga og nærð því þá þarf mikið átak í að gíra sig upp í æfingar af fullum krafti,“ sagði Skotinn á blaðamannafundi eftir tapið í gær. „Ég held að það sé eðlilegt eftir það sem gerðist á Wimbledon. Ég komst samt í átta manna úrslitin, ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur,“ sagði Murray sem hafði komist nokkuð sannfærandi í fjórðungs úrslitin. Undanfarið ár var svo sannarlega magnað hjá Murray með fyrrnefndum sigrum sem allir unnust á þrettán mánaða tímabili. „Ég hef spilað minn besta tennis á risamótunum undanfarin tvö til þrjú ár. Í dag tapaði ég sannfærandi sem er svekkjandi. Ég hefði viljað komast lengra,“ sagði Murray. Velgengni Skotans hefur aukið kröfur til hans í risamótum. Honum virðist ekki finnast það fullkomlega sanngjarnt. „Ég veit það ekki. Ef ég á að vinna hvert einasta risamót sem ég spila í eða komast í úrslitaleikinn þá er viðbúið að það verði erfitt. Ef þú horfir á keppinautana er ljóst að áskorunin er mikil.“ Tennis Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Sjá meira
Andy Murray, sem féll óvænt en sannfærandi úr leik gegn Stanislas Wawrikna frá Sviss í átta manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær, viðurkennir að eiga erfitt með að gíra sig upp í keppni eftir sigurinn á Wimbledon í sumar. Murray, sem átti titil að verja í New York, tapaði í þremur settum 6-4, 6-3 og 6-2. Sigur Skotans í New York fyrir ári var hans fyrsti á risamóti en áður hafði hann landað Ólympíugulli. Sigur á Wimbledon bættist í safnið í sumar en þá batt hann enda á 77 ára eyðimerkurgöngu á heimavelli. „Þegar þú leggur svo hart að þér í mörg ár með markmið í huga og nærð því þá þarf mikið átak í að gíra sig upp í æfingar af fullum krafti,“ sagði Skotinn á blaðamannafundi eftir tapið í gær. „Ég held að það sé eðlilegt eftir það sem gerðist á Wimbledon. Ég komst samt í átta manna úrslitin, ég er búinn að vera hérna í þrjár vikur,“ sagði Murray sem hafði komist nokkuð sannfærandi í fjórðungs úrslitin. Undanfarið ár var svo sannarlega magnað hjá Murray með fyrrnefndum sigrum sem allir unnust á þrettán mánaða tímabili. „Ég hef spilað minn besta tennis á risamótunum undanfarin tvö til þrjú ár. Í dag tapaði ég sannfærandi sem er svekkjandi. Ég hefði viljað komast lengra,“ sagði Murray. Velgengni Skotans hefur aukið kröfur til hans í risamótum. Honum virðist ekki finnast það fullkomlega sanngjarnt. „Ég veit það ekki. Ef ég á að vinna hvert einasta risamót sem ég spila í eða komast í úrslitaleikinn þá er viðbúið að það verði erfitt. Ef þú horfir á keppinautana er ljóst að áskorunin er mikil.“
Tennis Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Sjá meira