Gettó eru fín Pawel Bartoszek skrifar 6. september 2013 06:00 Samkvæmt Hagstofunni eru innflytjendur þriðjungur íbúa á Kjalarnesi. Í Breiðholti er hlutfallið fjórðungur. Hins vegar eru innflytjendur aðeins 2% þeirra sem búa í Staðahverfi í Grafarvogi. Svona er þetta í dag en það er ekki víst að það verði þannig eftir 15 ár. Í frjálsu samfélagi breytast þessir hlutir hraðar en menn halda. Bylgjur innflytjenda gera oft frábæra hluti fyrir hverfi. Þetta gerist oftast svona: Hverfi á undir högg að sækja. Það er ódýrt að búa þar. Innflytjendur flytja í hverfið. Innflytjendur opna veitingastaði. Ungt fólk vill búa í hverfi með mat. Ungt fólk flytur í hverfið. Hverfið verður hipp og kúl. Fólk sem er ekki hipp og kúl en vill vera það flytur í hverfið. Íbúðaverð hækkar. Næsta bylgja innflytjenda þarf að finna sér nýtt hverfi til að lappa upp á.Bandaríkin afslöppuð Stundum er eins og sumum finnist það sérstaklega vond tilfinning að fólk af öðrum þjóðernum hópist saman á einn stað. Af hverju ætti það að vera svona slæmt? Í Bandaríkjunum eru fjölmörg hverfi sem kennd eru við einhver þjóðarbrot: kínverska hverfið, ítalska hverfið og svo framvegis. Mér finnst þetta frekar vera heillandi en hitt. Það er dýrt að fara til útlanda þó að það sé skemmtilegt. Búi maður í New York virðist hins vegar aldrei langt til útlanda. Það er aldrei langt í götu með búðarskrauti á erlendum tungumálum, aldrei langt í veitingastað þar sem einhverjir selja manni mat sem virðist ættaður frá þeirra heimalandi. Það er aldrei langt í fólk sem talar annað tungumál reiprennandi. Kannski er það spurning um smekk en mér þætti hugmynd um einhverja útlandaspildu nálægt heimili mínu heillandi. Í Japan er skemmtigarður sem lítur út eins og Plat-Amsterdam. Það er dálítið skemmtileg hugmynd, þótt eflaust sé erfitt að fá hana til að ganga upp án þess að það verði dálítið mikið Disney. Lifandi „smá-útlönd“ eru skemmtilegri. Eitt sinn vorum við með bandarískan bæ á Íslandi. Nú er hann farinn. En ég játa: Ég hefði ekkert á móti því að fara út að borða í kínverska hverfinu í Hafnarfirði.Norðurlönd naga neglur Hvað sem verður sagt um Bandaríkjamenn virðast þeir ekki vera það djúpt lagstir í allsherjarsamfélagshönnun að þeir telji það vera hlutverk sitt að ákveða hve margir af hverjum þjóðernisuppruna megi búa saman á einum stað. Hér á Norðurlöndunum virðist þetta valda mörgu, jafnvel annars upplýstu, fólki talsverðum áhyggjum. Fólk hefur áhyggjur af því að „það verði til gettó“ og þá ekki bara vegna þess að það telur það geta haft einhverjar neikvæð áhrif á hag þeirra sem þar búa, heldur vegna þess að þeim finnst hugmynd um svona ríki í ríki neikvæð í sjálfu sér. Menn vilja að fólk aðlagist. Eins og börnin á leikskólunum sem fara í fimm daga aðlögun og eru „aðlöguð“ að henni lokinni. Ég bjó eitt sinn í Danmörku. Mér fannst gaman á Nörrebro. Ég hef þá stundum hugsað hvort einhver bylgja norræns þjóðrembings muni leiða til að fólk muni einhvern tímann tala um Nörrebro sem „Gamla-arabahverfið“. Og þá ekki út af því að þeir sem þar búa muni flytja í úthverfi. Það er niðurdrepandi þankagangur sem ég reyni ekki að dvelja lengi við. Meðfram Wisla-ánni í Kraká stendur gamall bæjarhluti, Kazimierz, þar sem eitt sinn bjuggu gyðingar en minna er um þá nú. Þá sögu þekkja því miður flestir. Hverfið var í niðurníðslu eftir stríð en varð svo vinsælt hipstera-djammhverfi eftir fall járntjaldsins. Þegar rölt er milli kráa í þessum gamla bæjarhluta og litið á þær mörgu hebresku og jiddísku áletranir sem enn sjást víða er ekki laust við að maður verði dálítið leiður. Og ekki bara leiður vegna þeirrar sögu sem flestir þekkja heldur leiður vegna þess að borgin er á sinn hátt fábrotnari en hún var fyrir 100 árum. Og það er svolítið leiðinlegt. Fjölbreytni er nefnilega ágæt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Samkvæmt Hagstofunni eru innflytjendur þriðjungur íbúa á Kjalarnesi. Í Breiðholti er hlutfallið fjórðungur. Hins vegar eru innflytjendur aðeins 2% þeirra sem búa í Staðahverfi í Grafarvogi. Svona er þetta í dag en það er ekki víst að það verði þannig eftir 15 ár. Í frjálsu samfélagi breytast þessir hlutir hraðar en menn halda. Bylgjur innflytjenda gera oft frábæra hluti fyrir hverfi. Þetta gerist oftast svona: Hverfi á undir högg að sækja. Það er ódýrt að búa þar. Innflytjendur flytja í hverfið. Innflytjendur opna veitingastaði. Ungt fólk vill búa í hverfi með mat. Ungt fólk flytur í hverfið. Hverfið verður hipp og kúl. Fólk sem er ekki hipp og kúl en vill vera það flytur í hverfið. Íbúðaverð hækkar. Næsta bylgja innflytjenda þarf að finna sér nýtt hverfi til að lappa upp á.Bandaríkin afslöppuð Stundum er eins og sumum finnist það sérstaklega vond tilfinning að fólk af öðrum þjóðernum hópist saman á einn stað. Af hverju ætti það að vera svona slæmt? Í Bandaríkjunum eru fjölmörg hverfi sem kennd eru við einhver þjóðarbrot: kínverska hverfið, ítalska hverfið og svo framvegis. Mér finnst þetta frekar vera heillandi en hitt. Það er dýrt að fara til útlanda þó að það sé skemmtilegt. Búi maður í New York virðist hins vegar aldrei langt til útlanda. Það er aldrei langt í götu með búðarskrauti á erlendum tungumálum, aldrei langt í veitingastað þar sem einhverjir selja manni mat sem virðist ættaður frá þeirra heimalandi. Það er aldrei langt í fólk sem talar annað tungumál reiprennandi. Kannski er það spurning um smekk en mér þætti hugmynd um einhverja útlandaspildu nálægt heimili mínu heillandi. Í Japan er skemmtigarður sem lítur út eins og Plat-Amsterdam. Það er dálítið skemmtileg hugmynd, þótt eflaust sé erfitt að fá hana til að ganga upp án þess að það verði dálítið mikið Disney. Lifandi „smá-útlönd“ eru skemmtilegri. Eitt sinn vorum við með bandarískan bæ á Íslandi. Nú er hann farinn. En ég játa: Ég hefði ekkert á móti því að fara út að borða í kínverska hverfinu í Hafnarfirði.Norðurlönd naga neglur Hvað sem verður sagt um Bandaríkjamenn virðast þeir ekki vera það djúpt lagstir í allsherjarsamfélagshönnun að þeir telji það vera hlutverk sitt að ákveða hve margir af hverjum þjóðernisuppruna megi búa saman á einum stað. Hér á Norðurlöndunum virðist þetta valda mörgu, jafnvel annars upplýstu, fólki talsverðum áhyggjum. Fólk hefur áhyggjur af því að „það verði til gettó“ og þá ekki bara vegna þess að það telur það geta haft einhverjar neikvæð áhrif á hag þeirra sem þar búa, heldur vegna þess að þeim finnst hugmynd um svona ríki í ríki neikvæð í sjálfu sér. Menn vilja að fólk aðlagist. Eins og börnin á leikskólunum sem fara í fimm daga aðlögun og eru „aðlöguð“ að henni lokinni. Ég bjó eitt sinn í Danmörku. Mér fannst gaman á Nörrebro. Ég hef þá stundum hugsað hvort einhver bylgja norræns þjóðrembings muni leiða til að fólk muni einhvern tímann tala um Nörrebro sem „Gamla-arabahverfið“. Og þá ekki út af því að þeir sem þar búa muni flytja í úthverfi. Það er niðurdrepandi þankagangur sem ég reyni ekki að dvelja lengi við. Meðfram Wisla-ánni í Kraká stendur gamall bæjarhluti, Kazimierz, þar sem eitt sinn bjuggu gyðingar en minna er um þá nú. Þá sögu þekkja því miður flestir. Hverfið var í niðurníðslu eftir stríð en varð svo vinsælt hipstera-djammhverfi eftir fall járntjaldsins. Þegar rölt er milli kráa í þessum gamla bæjarhluta og litið á þær mörgu hebresku og jiddísku áletranir sem enn sjást víða er ekki laust við að maður verði dálítið leiður. Og ekki bara leiður vegna þeirrar sögu sem flestir þekkja heldur leiður vegna þess að borgin er á sinn hátt fábrotnari en hún var fyrir 100 árum. Og það er svolítið leiðinlegt. Fjölbreytni er nefnilega ágæt.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun