Bíó og sjónvarp

Kvikmynd um ævi Mandela frumsýnd í Toronto

Ólöf Skaftadóttir skrifar
The Long Walk to Freedom fer yfir allt lífshlaup Mandelas.
The Long Walk to Freedom fer yfir allt lífshlaup Mandelas. AFP/NordicPhotos
The Long Walk to Freedom heitir kvikmynd sem byggð er á ævi Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku.

Kvikmyndin verður frumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni í Kanada síðar í mánuðinum. Mandela skrifaði sjálfur ævisögu sína sem bar sama nafn.

Idris Elba kemur til með að leika Mandela en Naomie Harris mun leika fyrrverandi eiginkonu Mandela, Winnie.

Kvikmyndin á að fara yfir allt lífshlaup Mandelas, meðal annars árin tuttugu og sjö sem hann eyddi í fangelsi.

Mandela varð 95 ára gamall þann átjánda júlí síðastliðinn. Hann hefur meira og minna dvalið á spítala það sem af er ári en var útskrifaður þaðan fyrir skömmu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.