Draumasamkoma mótorhjólamannsins 5. febrúar 2013 11:45 Íslendingar hafa fjölmennt á Daytona Bikeweek í áratug.Daytona Bikeweek er 10 daga samkoma mótorhjólaáhugamanna sem haldin var fyrst árið 1937 á Daytona Beach í Florida. Hafsteinn Emilsson er öllum hnútum kunnugur í Daytona enda hefur hann ekki misst af Bikeweek frá 1996 og er því að fara núna í 18. skiptið í röð. Hafsteinn segir að þessar ferðir hafi verið mjög vinsælar hjá Íslendingum og þeir hafa fjölmennt þangað í áraröð. Fjöldinn er æði misjafn, allt frá 12 og uppí 45 manns, en í fyrra voru þeir 28 talsins og það stefnir í svipaðan fjölda í ár. Þátttakendur eru konur jafnt sem kallar og á aldrinum frá 18 til 82 ára, en allir með sama áhugamálið, mótorhjól. Þátttakendur hafa bæði valið sér að fara á eigin vegum eða nýta sér skipulagða ferð þar sem flugið, gistingin og farastjórn er innifalin og eru þeir reyndar fleiri. Síðustu 10 árin hefur Icelandair boðið upp á sérferðir á Daytona Bikeweek undir fararstjórn Hafsteins. Eftir Bikeweek dagana efnir Hafsteinn ávallt til tveggja daga hjólaferðar um Florída á Harley Davidson hjólum og er þá farið mest um sveitir í miðfylkinu þar sem umferð er lítil og fallegir smábæir. Þá er íslenski fáninn alltaf á hjólunum og það hefur oft komið fyrir að við erum stoppuð af Íslendingum sem búsettir eru í Flórída eða fyrrverandi hermönnum sem voru á Íslandi sem spyrja okkur hvort við séum frá Keflavík, eða Reykjavík. Þeir vilja síðan allt fyrir okkur gera. Daytona Bikeweek er ein stærstu mótorhjólasamkomu og sýning á heimsvísu, eins og allt sem amerískt er. Á Bikeweek koma saman um sex hundruð þúsund mótorhjólaáhugamenn árlega. Hver sá sem framleiðir eitthvað tengt mótorhjólum, lætur sig ekki vanta með sýningarbás þar, hvort sem um er að ræða mótorhjól, aukahluti fyrir mótorhjól, mótorhjólafatnað, smurolíur, hnakka, spegla, gleraugu eða hvers konar fylgihluti. Allar tegundir af hjólum er að finna til sýnis og sölu, torfæruhjól, þríhjól, hippahjól og kappaksturshjól. Í fyrra keyptu tveir Íslendingar mótorhjól á sýningunni, svo ferðin er stundum ekki bara farin til að svala forvitninni, heldur með kaup í huga. Daytona er álíka fjölmenn og Reykjavík og í annarri viku marsmánaðar ár hvert fyllist bærinn af mótorhjólum og hjólafólki. Vinsælt er t.d að rölta niður aðalgötu bæjarins, „Main Street" þar sem sölubásar eru við hvert fótmál og sýningar á hverju götuhorni. Síðustu ár hefur ásókn seljenda verið svo mikil að sýningar og sölubásar hafa verið settir upp í nærliggandi bæjum eins og Ormond Beach. Þar er líka að finna mótorhjólaverslunina Bruce Rossmeyer Harley Davidson sem er stærsta Harley verslun og umboð í heimi. J & P eru þar við hliðina er með alla hugsanlega aukahluti fyrir mótorhjól og allan hlífðarfatnað. Það er einnig keppt á mótorhjólum í Daytona og ýmsar keppnir fara fram þá 10 daga sem Bikeweek stendur yfir. Eru þær flestar haldnar á International Speedway kappakstursbrautinni í Daytona. Þar má sjá Motorcross og Super Race keppnir flesta daga. Við Speedway er stór markaður með notuð hjól og varahluti í gömul hjól. Þar er bæði gaman og fróðlegt að skoða og tala við þá sem þar eru með sölubása. Hafsteinn segir að enn séu laus sæti í ferðina á Daytona Bikeweek, sem er 8 daga ferð og kostar 153 þúsund krónur með öllu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent
Íslendingar hafa fjölmennt á Daytona Bikeweek í áratug.Daytona Bikeweek er 10 daga samkoma mótorhjólaáhugamanna sem haldin var fyrst árið 1937 á Daytona Beach í Florida. Hafsteinn Emilsson er öllum hnútum kunnugur í Daytona enda hefur hann ekki misst af Bikeweek frá 1996 og er því að fara núna í 18. skiptið í röð. Hafsteinn segir að þessar ferðir hafi verið mjög vinsælar hjá Íslendingum og þeir hafa fjölmennt þangað í áraröð. Fjöldinn er æði misjafn, allt frá 12 og uppí 45 manns, en í fyrra voru þeir 28 talsins og það stefnir í svipaðan fjölda í ár. Þátttakendur eru konur jafnt sem kallar og á aldrinum frá 18 til 82 ára, en allir með sama áhugamálið, mótorhjól. Þátttakendur hafa bæði valið sér að fara á eigin vegum eða nýta sér skipulagða ferð þar sem flugið, gistingin og farastjórn er innifalin og eru þeir reyndar fleiri. Síðustu 10 árin hefur Icelandair boðið upp á sérferðir á Daytona Bikeweek undir fararstjórn Hafsteins. Eftir Bikeweek dagana efnir Hafsteinn ávallt til tveggja daga hjólaferðar um Florída á Harley Davidson hjólum og er þá farið mest um sveitir í miðfylkinu þar sem umferð er lítil og fallegir smábæir. Þá er íslenski fáninn alltaf á hjólunum og það hefur oft komið fyrir að við erum stoppuð af Íslendingum sem búsettir eru í Flórída eða fyrrverandi hermönnum sem voru á Íslandi sem spyrja okkur hvort við séum frá Keflavík, eða Reykjavík. Þeir vilja síðan allt fyrir okkur gera. Daytona Bikeweek er ein stærstu mótorhjólasamkomu og sýning á heimsvísu, eins og allt sem amerískt er. Á Bikeweek koma saman um sex hundruð þúsund mótorhjólaáhugamenn árlega. Hver sá sem framleiðir eitthvað tengt mótorhjólum, lætur sig ekki vanta með sýningarbás þar, hvort sem um er að ræða mótorhjól, aukahluti fyrir mótorhjól, mótorhjólafatnað, smurolíur, hnakka, spegla, gleraugu eða hvers konar fylgihluti. Allar tegundir af hjólum er að finna til sýnis og sölu, torfæruhjól, þríhjól, hippahjól og kappaksturshjól. Í fyrra keyptu tveir Íslendingar mótorhjól á sýningunni, svo ferðin er stundum ekki bara farin til að svala forvitninni, heldur með kaup í huga. Daytona er álíka fjölmenn og Reykjavík og í annarri viku marsmánaðar ár hvert fyllist bærinn af mótorhjólum og hjólafólki. Vinsælt er t.d að rölta niður aðalgötu bæjarins, „Main Street" þar sem sölubásar eru við hvert fótmál og sýningar á hverju götuhorni. Síðustu ár hefur ásókn seljenda verið svo mikil að sýningar og sölubásar hafa verið settir upp í nærliggandi bæjum eins og Ormond Beach. Þar er líka að finna mótorhjólaverslunina Bruce Rossmeyer Harley Davidson sem er stærsta Harley verslun og umboð í heimi. J & P eru þar við hliðina er með alla hugsanlega aukahluti fyrir mótorhjól og allan hlífðarfatnað. Það er einnig keppt á mótorhjólum í Daytona og ýmsar keppnir fara fram þá 10 daga sem Bikeweek stendur yfir. Eru þær flestar haldnar á International Speedway kappakstursbrautinni í Daytona. Þar má sjá Motorcross og Super Race keppnir flesta daga. Við Speedway er stór markaður með notuð hjól og varahluti í gömul hjól. Þar er bæði gaman og fróðlegt að skoða og tala við þá sem þar eru með sölubása. Hafsteinn segir að enn séu laus sæti í ferðina á Daytona Bikeweek, sem er 8 daga ferð og kostar 153 þúsund krónur með öllu
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent