Ford Mondeo með sæti úr kókflöskum Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2013 14:45 Flott kókflöskusætin í Ford Mondeo. Með ýmsum hætti er hægt að vera umhverfisvænn og bílafyrirtækin láta ekki sitt á eftir liggja. Einnig er það vel við hæfi að sætin í hinum umhverfisvæna Ford Mondeo Plug-in Hybrid skuli vera úr umhverfisvænum efnum, nánar tiltekið endurunnum kókflöskum. Samt eru þau ári flott. Endurunnu kókflöskurnar eru reyndar lika í hliðarklæðningum bílsins og teppum og hjálpa þar mikið við að deyfa veghljóð. Þetta er í fyrsta skiptið sem endurunnar kókflöskur eru notaðar í bílaframleiðslu og kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Ford segir að þetta sé enn eitt skrefið sem fyrirtækið tekur í átt umhverfisverndar. Sojabaunafroða er einnig notuð í stað svamps í setur sæta bílsins og hefur Ford reyndar gert slíkt frá árinu 2007. Ford segir að notkun kókflaskanna og sojabaunafroðunnar spari margan hráolíulítrann og ef að allir Ford bílar framleiddir í Bandaríkjunum notuðust við slíkt myndu sparast 1,12 milljónir lítra af hráolíu. Hvað þá ef allir bílaframleiðendur heims myndu gera slít hið sama! Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Með ýmsum hætti er hægt að vera umhverfisvænn og bílafyrirtækin láta ekki sitt á eftir liggja. Einnig er það vel við hæfi að sætin í hinum umhverfisvæna Ford Mondeo Plug-in Hybrid skuli vera úr umhverfisvænum efnum, nánar tiltekið endurunnum kókflöskum. Samt eru þau ári flott. Endurunnu kókflöskurnar eru reyndar lika í hliðarklæðningum bílsins og teppum og hjálpa þar mikið við að deyfa veghljóð. Þetta er í fyrsta skiptið sem endurunnar kókflöskur eru notaðar í bílaframleiðslu og kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Ford segir að þetta sé enn eitt skrefið sem fyrirtækið tekur í átt umhverfisverndar. Sojabaunafroða er einnig notuð í stað svamps í setur sæta bílsins og hefur Ford reyndar gert slíkt frá árinu 2007. Ford segir að notkun kókflaskanna og sojabaunafroðunnar spari margan hráolíulítrann og ef að allir Ford bílar framleiddir í Bandaríkjunum notuðust við slíkt myndu sparast 1,12 milljónir lítra af hráolíu. Hvað þá ef allir bílaframleiðendur heims myndu gera slít hið sama!
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent