Lífið

Björk hent út af hóteli

Partýglaðar vinkonur.
Partýglaðar vinkonur.
Breska söngkonan Ellie Goulding sagði frá því í viðtali á dögunum að henni og Björk Guðmundsdóttur hefði verið hent út af hóteli í Costa Rica fyrir skömmu. Þar stóðu þær stöllur í skemmtanahaldi ásamt vinum sínum og stóðu starfsmenn hótelsins í þeirri trú að þær væru boðflennur.

Frá þessu greindi Ellie í viðtali við Q tónlistartímaritið í mánuðinum. Partýgestir létu það ekki stöðva sig að vera hent út úr herberginu og héldu stuðinu áfram í móttöku hótelsins. Meðal þeirra sem skemmtu sér með Björk og Ellie voru tónlistarmaðurinn Skrillex og plötusnúðurinn Diplo.

Hótelstarfsfólkið áttaði sig á að það hefði gert mistök nokkru síðar. Þá sagðist Goulding ekki muna almennilega eftir framhaldinu þar sem hún hafi verið mjög drukkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.