Útvarpsvænni Sin Fang Trausti Júlíusson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Tónlist. Sin Fang. Flowers. Morr Music. Flowers er þriðja plata Sin Fang í fullri lengd en að auki hafa komið út nokkrar stuttskífur, m.a. EP-platan Half Dreams sem kom út í fyrra. Sin Fang er sólóverkefni Sindra úr Seabear. Hann samdi sjálfur lög og texta á nýju plötunni en fékk Alex Somers til að stjórna upptökum. Alex hefur sem kunnugt er tekið upp efni með Jónsa, Sigur Rós og Pascal Pinon. Sindri er mikill hljóðverssnillingur. Á fyrri Sin Fang plötunum skapaði hann magnaðan hljóðheim með þéttofnum og hugmyndaríkum útsetningum. Hann heldur uppteknum hætti á nýju plötunni. Mörg þau einkenni sem Sindri þróaði á fyrri plötunum eru enn til staðar, t.d. flottar raddútsetningar, skemmtilegar taktpælingar og litríkar hljóðmyndir. Samt er nýja platan töluvert frábrugðin þeim fyrri. Á Flowers eru lagasmíðarnar sjálfar sterkari. Lögin eru melódískari og meira grípandi. Það háði fyrri plötunum svolítið, sérstaklega Summer Echoes, að lagasmíðarnar voru ekki nógu markvissar. Það eru mörg frábær lög á Flowers. Upphafslagið, Young Boys, er t.d. smellur sem ætti að svínvirka bæði í útvarpi og á tónleikum. Sunbeam er annað grípandi lag og See Ribs er ekta indírokksmellur með flottum "syngja-með"- kafla. Lögin hafa hvert og eitt sín einkenni. Lokalagið Weird Heart skiptir til dæmis um takt eftir fyrstu einu og hálfu mínútuna. Lagið Feel See er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en í því er útsetningin einstaklega frjó, full af óvæntum smáatriðum. Það er erfitt að gera sér alveg grein fyrir áhrifum Alex Somers á plötunni, en mér finnst lagið Catcher t.d. hafa einkenni sem eigna má honum. Það er eitthvað við það sem minnir á Jónsa-plötuna. Það verður að segja það Alex til hróss að þær plötur sem hann hefur komið að undanfarið eru allar góðar. Á heildina litið er Flowers frábær plata. Að mínu mati besta plata Sin Fang til þessa. Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. Sin Fang. Flowers. Morr Music. Flowers er þriðja plata Sin Fang í fullri lengd en að auki hafa komið út nokkrar stuttskífur, m.a. EP-platan Half Dreams sem kom út í fyrra. Sin Fang er sólóverkefni Sindra úr Seabear. Hann samdi sjálfur lög og texta á nýju plötunni en fékk Alex Somers til að stjórna upptökum. Alex hefur sem kunnugt er tekið upp efni með Jónsa, Sigur Rós og Pascal Pinon. Sindri er mikill hljóðverssnillingur. Á fyrri Sin Fang plötunum skapaði hann magnaðan hljóðheim með þéttofnum og hugmyndaríkum útsetningum. Hann heldur uppteknum hætti á nýju plötunni. Mörg þau einkenni sem Sindri þróaði á fyrri plötunum eru enn til staðar, t.d. flottar raddútsetningar, skemmtilegar taktpælingar og litríkar hljóðmyndir. Samt er nýja platan töluvert frábrugðin þeim fyrri. Á Flowers eru lagasmíðarnar sjálfar sterkari. Lögin eru melódískari og meira grípandi. Það háði fyrri plötunum svolítið, sérstaklega Summer Echoes, að lagasmíðarnar voru ekki nógu markvissar. Það eru mörg frábær lög á Flowers. Upphafslagið, Young Boys, er t.d. smellur sem ætti að svínvirka bæði í útvarpi og á tónleikum. Sunbeam er annað grípandi lag og See Ribs er ekta indírokksmellur með flottum "syngja-með"- kafla. Lögin hafa hvert og eitt sín einkenni. Lokalagið Weird Heart skiptir til dæmis um takt eftir fyrstu einu og hálfu mínútuna. Lagið Feel See er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en í því er útsetningin einstaklega frjó, full af óvæntum smáatriðum. Það er erfitt að gera sér alveg grein fyrir áhrifum Alex Somers á plötunni, en mér finnst lagið Catcher t.d. hafa einkenni sem eigna má honum. Það er eitthvað við það sem minnir á Jónsa-plötuna. Það verður að segja það Alex til hróss að þær plötur sem hann hefur komið að undanfarið eru allar góðar. Á heildina litið er Flowers frábær plata. Að mínu mati besta plata Sin Fang til þessa.
Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira