Bílar

Nýr Toyota Verso

Toyota Verso á fögrum vetrardegi
Toyota Verso á fögrum vetrardegi
Er rúmmikill 7 sæta bíll með 32 útfærslur á sætisuppröðun.

Ný útgáfa af 7 manna bílnum Toyota Verso er komin á markað og verður kynntur á morgun, laugardag hjá Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, Selfossi og á Akureyri. Þar sem Verso er 7 sæta bíll hefur hann átt nokkrum vinsældum að fagna hjá fjölskyldufólki og einnig nýtist hann vel til ferðalaga vegna þess hve rúmmikill hann er.

Margir möguleikar á nýtingu bílsins eru í raun aðalsmerki Verso og allt að 32 útfærslur eru t.d. mögulegar á sætauppröðun hans. Öll sætin í miðröðinni eru sjálfstæð og stillanleg og í aftursætinu má koma fyrir þremur barnabílstólum. Ýmist eru tvær eða þrjár sætaraðir í Verso. Tvær þeirra má leggja niður og þannig hefur bíllinn mikla flutningsgetu.

Nýr Verso ber nýrri hönnunarstefnu Toyota vitni þar sem áhersla er lögð á sportlegri og djarfari línur. Verso er fáanlegur með glerþaki sem veitir birtu og léttleika inn í bílinn. Verso er ljúfur í akstri og fæst nú eins og aðrar nýjar gerðir af Toyota með Toyota Touch aksturstölvunni sem meðal annars inniheldur bakkmyndavél og Bluetooth tengingar fyrir síma og fleiri tæki. Einnig má bæta íslensku leiðsögukerfi við búnað bílsins.

Verso er búinn ýmsum öryggiskerfum svo sem hemlalæsivörn (ABS), spólvörn (TRC) og stöðuleikastýringu (VSC). Verso er með fullt hús stiga, fimm stjörnur í öryggisprófi Euro NCAP. Verso fæst með 1.6l og 1.8l bensínvélum og 2.0l og 2.2l dísilvélum. Verð hans er frá 4.310.000 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×