Lífið

Kennir konum að vekja líkamann á ný - án sykurs

Ellý Ármanns skrifar
Þorbjörg Hafsteinsdóttir.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir, 54 ára ung, næringarþerapisti, lífsþjálfi og rithöfundur metsölubókarinnar 10 árum yngri á 10 vikum sem seldist eins og heitar lummur um alla norðurálfuna heldur námskeið í Lifandi markaði sem hefst 10. október sem ber yfirskriftina „Orkumeiri, léttari og 10 árum yngri á 4 vikum!". 

Hvað kennir þú á þessu námskeið? „Ég kenni konum að standa með sjálfum sér, lifa heilsusamlegu lífi og hætta öllu bulli. Ég kenni þeim að velja þann mat og hráefni sem líkaminn þekkir og veit hvernig á að nýta en hann hefur gleymt því og er dofinn vegna ofurneyslu á sykri, brauði, slæmri fitu og sterkju. Ég kenni konum að vekja líkamann og meðvitundina á ný - án sykurs," svarar Þorbjörg.

Hugurinn verður skýr

„Hugurinn verður skýr, viljinn sterkari og einbeittari að því sem skiptir máli. Líkaminn verður 10 árum yngri. Allt þetta og margt meira á aðeins fjórum vikum. Svo tölum við um húðina og ljómann og nærandi krem sem yngja upp. Þetta er sannkallaður saumaklúbbur fyrir konur á öllum aldri en engar kökur."

Fyrir hverja er námskeiðið?
 „Fyrir konur sem vilja taka sig á í mataræðinu og í andlitinu. Konur sem eru komnar langt áleiðis í hollustunni en vilja innblástur. Fyrir byrjendur sem eru að feta sín fyrstu eða fimmtu spor úr sykurneyslunni. Og hver vill ekki missa allavega 3 kíló?"

Talar út frá eigin reynslu

„Ég þekki það sjálf að halda aftur af því sem virkilega skiptir mig máli og sem ég innst inni veit að ég hef þörf á að gera fyrir sjálfa mig. Setja mig í fyrirrúm."

„Mín skilaboð eru þessi: Núna er einmitt alveg rétti tíminn til þess að taka til í líkama og lífnu. Ef ekki núna, hvenær þá? Ég er algjörlega tílbúin til að gefa það sem ég hef fram að færa. Þú þarft bara að mæta og vera til staðar. Þá kemur restin af sjálfu sér. Ég hlakka rosalega mikið til," segir þessi kraftmikla kona.

Skráðu þig hér 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.