Bynes var handekin og nauðungarvistuð á geðdeild eftir að hafa kveikt bál í innkeyrslu húss í Thousand Oaks í Kaliforníu, en leikkonan er uppalin í bænum. Hún hafði áður verið handtekin fyrir að kasta hasspípu, sem búin var til úr gleri, út um glugga á blokkaríbúð sinni í New York.
„Amanda nýtur nú sérfræðiþekkingar og aðstoðar lækna á UCLA-háskólasjúkrahúsinu í Los Angeles. Henni vegnar vel og tekur stöðugum framförum,“ sagði í tilkynningu sem foreldrar Bynes sendu til fjölmiðla fyrir stuttu.
Bynes hóf leiklistarferil sinn aðeins sjö ára gömul. Hún kom meðal annars fram í sjónvarpsþáttunum Figure It Out og What I Like About You. Að auki stýrði hún gamanþættinum The Amanda Show.