Neitun Jim Carrey sögð milljarða virði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 16:31 Réttsælis frá vinstri: Leikarinn Jim Carrey, leikstjórinn Jeff Wadlow og myndasöguhöfundurinn Mark Millar. samsett mynd Mark Millar, skapari myndasögunnar Kick-Ass, segir ákvörðun leikarans Jims Carrey um að taka ekki þátt í auglýsingaherferð kvikmyndarinnar Kick-Ass 2 vera 3,6 milljarða virði. Carrey leikur í kvikmyndinni, sem frumsýnd verður í þessum mánuði, og ákvað hann í kjölfar fjöldamorðanna í Sandy Hook að veita ekki viðtöl vegna myndarinnar. „Ég lék í myndinni mánuði fyrir fjöldamorðin en nú get ég ekki, samvisku minnar vegna, lagt blessun mína yfir ofbeldi af þessu tagi,“ skrifaði leikarinn á Twitter-síðu sína í júní. Í viðtali við kvikmyndavef Yahoo! segir Millar ummæli Carrey vera frábær. „Kick-Ass 2 er 28 milljón dollara mynd. Við höfum ekki sama fjármagn og The Lone Ranger eða einhver af hinum risamyndum sumarsins. En við vorum meira í blöðunum.“ Millar segir „baunateljarana“ hjá Universal-kvikmyndaverinu hafa reiknað það út að fjölmiðlaumfjöllunin um ákvörðun Carreys hafi verið um 30 milljón dala virði. Það jafngildir um 3,6 milljörðum króna. Jeff Wadlow, leikstjóri myndarinnar, tekur þó ekki undir orð Millars. „Hvaðan fær hann þessar tölur? Ég elska Mark. Þetta hefur hann dregið út úr afturendanum á sér.“ Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Mark Millar, skapari myndasögunnar Kick-Ass, segir ákvörðun leikarans Jims Carrey um að taka ekki þátt í auglýsingaherferð kvikmyndarinnar Kick-Ass 2 vera 3,6 milljarða virði. Carrey leikur í kvikmyndinni, sem frumsýnd verður í þessum mánuði, og ákvað hann í kjölfar fjöldamorðanna í Sandy Hook að veita ekki viðtöl vegna myndarinnar. „Ég lék í myndinni mánuði fyrir fjöldamorðin en nú get ég ekki, samvisku minnar vegna, lagt blessun mína yfir ofbeldi af þessu tagi,“ skrifaði leikarinn á Twitter-síðu sína í júní. Í viðtali við kvikmyndavef Yahoo! segir Millar ummæli Carrey vera frábær. „Kick-Ass 2 er 28 milljón dollara mynd. Við höfum ekki sama fjármagn og The Lone Ranger eða einhver af hinum risamyndum sumarsins. En við vorum meira í blöðunum.“ Millar segir „baunateljarana“ hjá Universal-kvikmyndaverinu hafa reiknað það út að fjölmiðlaumfjöllunin um ákvörðun Carreys hafi verið um 30 milljón dala virði. Það jafngildir um 3,6 milljörðum króna. Jeff Wadlow, leikstjóri myndarinnar, tekur þó ekki undir orð Millars. „Hvaðan fær hann þessar tölur? Ég elska Mark. Þetta hefur hann dregið út úr afturendanum á sér.“
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira