Handbolti

Hafnarfjarðarslagur á Ásvöllum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þegar FH og Haukar mætast eru átökin mikil.
Þegar FH og Haukar mætast eru átökin mikil. Mynd/Anton
Þrír leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld.

HK tekur á móti ÍR í Digranesi og Fram heimsækir Val í Vodafonehöllina. Þessir leikir hefjast klukkan 19.30.

Stórleikur kvöldsins er aftur á móti seint á ferðinni eða klukkan 20.30. Þá mætast Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH.

Leikir Hafnarfjarðarliðanna í handboltanum eru með best sóttu íþróttaviðburðum hvers árs enda mikill rígur og stemning alltaf fyrir leikjunum í Firðinum. Komið hefur fyrir að upp úr sjóði jafnt uppi í stúku sem inn á vellinum. Báðum liðum var spáð góðu gengi í vetur enda tefla þau fram afar frambærilegum liðum líkt og síðustu ár.

FH situr á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir með þrjú stig. Engu liði tókst að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni og FH er eina ósigraða liðið í deildinni. FH gerði jafntefli við HK í fyrsta leik og skellti svo Val í þeim næsta.

Haukar töpuðu aftur á móti fyrir Val í fyrsta leik en fóru síðan til Eyja þar sem þeir unnu stórsigur á liði ÍBV. Verður áhugavert að sjá hvað gerist í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×