Búist við metskráningu í Meistaramánuð Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. september 2013 16:52 Jökull, Þorsteinn Kári og Magnús Berg vinna standa á bakvið Meistaramánuðinn í ár. Mynd/Vísir Meistaramánuðurinn 2013 verður að öllum líkindum stærri en nokkru sinni fyrr í ár. Meistaramánuður er árlegur viðburður þar sem þátttakendur reyna eftir fremsta megni að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel, borða hollari mat og njóta lífsins betur en aðra daga. Mennirnir á bakvið Meistaramánuðinn eru þeir Magnús Berg Magnússon, Þorsteinn Kári Jónsson og Jökull Sólberg Auðunsson. „Við opnuðum fyrir skráningu á mánudag og nú þegar eru um 1000 manns búnir að skrá sig,“ segir Þorsteinn Kári. „Við vorum bara tveir þegar við Magnús fórum af stað árið 2008 þannig að þetta hefur heldur betur vaxið á síðustu árum. Í fyrra voru 5000 manns sem tóku þátt og við stefnum að því að gera enn betur í ár.“ Allir geta tekið þátt og er eina skilyrðið að fólk sé tilbúið að skora sjálft sig á hólm. Fólk setur sjálft reglurnar í sínum Meistaramánuði og geta markmiðin eða áskoranirnar verið gríðarlega fjölbreyttar. Á meðan sumir leggja mikið á sig í líkamsræktinni og mataræðinu hafa aðrir meðal annars málað eina mynd á dag, gert góðverk, reynt að ná tökum á fjármálunum eða heimsótt fjölskyldu og ættingja oftar. Hægt er að skrá sig til leiks í Meistaramánuðinum á heimasíðu mánaðarins. Jafnframt verður mánuðurinn sýnilegur á samfélagsmiðlunum. „Við verðum með mikinn og öflugan stuðning við þátttakendur á Facebook síðunni, Twitter og fleiri miðlum. Á næstu dögum munum við svo kynna nýjung sem við erum gríðarlega spenntir fyrir. Það verður að koma í ljós síðar hvað það verður en við lofum að það á eftir að vekja mikla athygli,“ segir Magnús Berg. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mánaðarins.www.meistaramanudur.is Meistaramánuður Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Meistaramánuðurinn 2013 verður að öllum líkindum stærri en nokkru sinni fyrr í ár. Meistaramánuður er árlegur viðburður þar sem þátttakendur reyna eftir fremsta megni að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel, borða hollari mat og njóta lífsins betur en aðra daga. Mennirnir á bakvið Meistaramánuðinn eru þeir Magnús Berg Magnússon, Þorsteinn Kári Jónsson og Jökull Sólberg Auðunsson. „Við opnuðum fyrir skráningu á mánudag og nú þegar eru um 1000 manns búnir að skrá sig,“ segir Þorsteinn Kári. „Við vorum bara tveir þegar við Magnús fórum af stað árið 2008 þannig að þetta hefur heldur betur vaxið á síðustu árum. Í fyrra voru 5000 manns sem tóku þátt og við stefnum að því að gera enn betur í ár.“ Allir geta tekið þátt og er eina skilyrðið að fólk sé tilbúið að skora sjálft sig á hólm. Fólk setur sjálft reglurnar í sínum Meistaramánuði og geta markmiðin eða áskoranirnar verið gríðarlega fjölbreyttar. Á meðan sumir leggja mikið á sig í líkamsræktinni og mataræðinu hafa aðrir meðal annars málað eina mynd á dag, gert góðverk, reynt að ná tökum á fjármálunum eða heimsótt fjölskyldu og ættingja oftar. Hægt er að skrá sig til leiks í Meistaramánuðinum á heimasíðu mánaðarins. Jafnframt verður mánuðurinn sýnilegur á samfélagsmiðlunum. „Við verðum með mikinn og öflugan stuðning við þátttakendur á Facebook síðunni, Twitter og fleiri miðlum. Á næstu dögum munum við svo kynna nýjung sem við erum gríðarlega spenntir fyrir. Það verður að koma í ljós síðar hvað það verður en við lofum að það á eftir að vekja mikla athygli,“ segir Magnús Berg. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mánaðarins.www.meistaramanudur.is
Meistaramánuður Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira