Sport

Birki hrósað í hástert

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir með verðlaun sín ásamt þjálfaranum, Monroe Walker.
Birkir með verðlaun sín ásamt þjálfaranum, Monroe Walker.
Tenniskappinn Birkir Gunnarsson vann á dögunum sigur í sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum. Birkir keppir fyrir Graceland University í Iowa.

Birkir vann sigur í öllum sex leikjum sínum á mótinu og tapaði ekki setti. Sigurinn tryggði honum keppnisrétt á ITA Nationals minni háskólanna vestanhafs en keppt verður á Flórída í október.

„B-Gunn… Frábært mót! Þú hélst einbeitingu í gegnum mótið og lagðir marga sterka leikmenn að velli!!“ sagði Monreo Walker aðalþjálfari hjá Graceland University.

„Þú stóðst þig með sóma fyrir hönd Graceland og áttir titilinn skilinn,“ sagði Walker og óskaði Birki góðs gengis í Flórída.

Birkir er Íslandsmeistari í karlaflokki en hann lagði Raj Bonifacius í úrslitaleiknum í ágúst. Hann er fæddur árið 1991.


Tengdar fréttir

Birkir keppir á móti þeim bestu

Tennisleikarinn Birkir Gunnarsson byrjar vel í Bandaríkjunum en hann hlaut á dögunum skólastyrk við Graceland University og keppi fyrir hönd skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×