Fimmhundruð-þúsund QuizUp leikir spilaðir fyrsta sólarhringinn Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. nóvember 2013 15:10 Skjáskot af lista yfir vinsælustu öppin í App Store. Hægra megin má sjá starfsmenn Plain Vanilla fagna með pítsuveislu á skrifstofum fyrirtækisins við Laugaveg í gærkvöldi. Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. Leikurinn kom út á App Store í gær. QuizUp er spurningaleikur fyrir iPhone og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Í leiknum eru 150 þúsund spurningar í hátt í 300 flokkum. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem þróaði leikinn, segir að QuizUp sé fyrsti spurningaleikurinn sem býður upp á samskipti milli vina jafnt sem ókunnugra sem spila í leiknum. „Í leiknum getur fólk spjallað saman í gegnum einkaskilaboð og umræðuþræði.“ Þorsteinn er ánægður með viðtökurnar. „Það ótrúlega gaman eftir þá tveggja ára vinnu sem er á bak við leikinn að vera með starfsfólkinu á Laugavegi og horfa á skjá sem sýni hækkandi tölu notenda á hverri sekúndu nánast.“ Hann segir að keppendur geti valið sér ótakmarkaðan fjölda flokka. Keppendur spila ýmist einir og bíða þá þar til mótleikarinn lýkur sínum leik til að sjá hver vann. Eða að þeir spila við aðra á sama tíma. Keppendur sem tengjast QuizUp í gegnum Facebook geta skorað á vini sína eða fengið leikinn til að velja fyrir sig hinn fullkomna andstæðing. Hver viðureign stendur yfirleitt yfir í minna en eina mínútu. Keppendur fá sjö spurningar og hafa allt að tíu sekúndur til þess að svara hverri spurningu. Stigafjöldinn fyrir hvert rétt svar fer eftir því hversu lengi keppandinn er að svara. Sá sem fær fleiri stig sigrar viðureignina. Þorsteinn segir að enn sem komið er sé leikurinn aðeins fáanlegur á iPhone og iPad. Leikurinn sé þó væntanlegur á Android tæki fljótlega. Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Fimmhundruð-þúsund leikir voru spilaðir af tölvuleiknum QuizUp fyrsta sólarhringinn eftir að hann kom út. Leikurinn kom út á App Store í gær. QuizUp er spurningaleikur fyrir iPhone og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Í leiknum eru 150 þúsund spurningar í hátt í 300 flokkum. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem þróaði leikinn, segir að QuizUp sé fyrsti spurningaleikurinn sem býður upp á samskipti milli vina jafnt sem ókunnugra sem spila í leiknum. „Í leiknum getur fólk spjallað saman í gegnum einkaskilaboð og umræðuþræði.“ Þorsteinn er ánægður með viðtökurnar. „Það ótrúlega gaman eftir þá tveggja ára vinnu sem er á bak við leikinn að vera með starfsfólkinu á Laugavegi og horfa á skjá sem sýni hækkandi tölu notenda á hverri sekúndu nánast.“ Hann segir að keppendur geti valið sér ótakmarkaðan fjölda flokka. Keppendur spila ýmist einir og bíða þá þar til mótleikarinn lýkur sínum leik til að sjá hver vann. Eða að þeir spila við aðra á sama tíma. Keppendur sem tengjast QuizUp í gegnum Facebook geta skorað á vini sína eða fengið leikinn til að velja fyrir sig hinn fullkomna andstæðing. Hver viðureign stendur yfirleitt yfir í minna en eina mínútu. Keppendur fá sjö spurningar og hafa allt að tíu sekúndur til þess að svara hverri spurningu. Stigafjöldinn fyrir hvert rétt svar fer eftir því hversu lengi keppandinn er að svara. Sá sem fær fleiri stig sigrar viðureignina. Þorsteinn segir að enn sem komið er sé leikurinn aðeins fáanlegur á iPhone og iPad. Leikurinn sé þó væntanlegur á Android tæki fljótlega.
Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira