Handbolti

Guðmundur nýr formaður | Ekki fjölgað í efstu deild næsta vetur

Guðmundur B. Ólafsson, nýr formaður HSÍ.
Guðmundur B. Ólafsson, nýr formaður HSÍ.
Guðmundur B. Ólafsson var kjörinn nýr formaður HSÍ á ársþingi sambandsins í gær. Hann tekur við embættinu af Knúti Haukssyni sem ákvað að hætta.

Ljóst var fyrir þremur vikum að Guðmundur yrði formaður þar sem ekkert annað framboð barst í embættið líkt og fjallað var um á sínum tíma á Vísi.

Mikil umræða var um það fyrir þingið hvort fjölga ætti í efstu deild. Ákveðnar breytingar voru gerðar en ekki verður fjölgað í deildinni næsta vetur.

Orðalag um fjölgun í deild var breytt og mun framvegis fjölga í efstu deild miðað við 18 lið og árs aðlögun, það er að fjölgun mun eiga sér stað ári eftir að fjölda er náð. Sextán lið spiluðu í vetur en fjölgi um tvö lið þá þarf að spila í einn vetur áður en fjölgað verður í efstu deild.

Velta sambandsins á árinu var 223.954.599 kr. - Tap ársins er 3.599.916 kr. Þess má geta að eigið fé sambandsins er jákvætt um 17.481.736 kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×