Koma PlayStation 4 hefur lítil áhrif á markmið CCP Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. febrúar 2013 20:04 „Okkar samstarf við Sony er til margra ára og við sjáum ekki fram á annað en að það verði líflegt," segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Fyrr í þessari viku boðaði japanska tæknifyrirtækið Sony komu fjórðu kynslóðar PlayStation leikjatölvunnar. Fyrirtækið gaf þó ekkert upp um útgáfudag, verð eða útlit tölvunnar. Á undanförnum árum hefur CCP unnið að þróun fyrstu persónu skotleiksins DUST 514. Leikurinn er nú í opinni prufukeyrslu á PlayStation 3 leikjatölvunni. Þorsteinn Högni segir að PlayStation 4 leikjatölvan — sem fer í almenna sölu seinna á þessu ári — breyti litlu fyrir þróun DUST 514. Sjö ár eru liðin frá því að PlayStation 3 fór í almenna sölu og augljóst hafi verið að Sony myndi á endanum kynna nýja kynslóð leikjatölvunnar. Þannig vonast Þorsteinn Högni til að líftími DUST 514 verði í takt við fjölspilunarleikinn EVE Online en hann hefur verið í stöðugri þróun síðasta áratug. „Á þessum tíu árum sem við höfum staðið í þróun á EVE Online höfum við uppfært leikinn og fært hann yfir á ný stýrikerfi sem byggja á nýjum vélbúnaði. Þetta á bæði við um PC-tölvur og Mac. Það gefur auga leið að ef við ætlum okkur að halda þessum leikjum úti þá þurfum við að gera það á þeim tölvubúnaði sem er ríkjandi hverju sinni." Þá segir Þorsteinn Högni að Sony hafi tekist afar vel með PlayStation 4 leikjatölvuna. „Við erum auðvitað afar spennt fyrir nýju tölvunni og þetta er skemmtilegt útspil hjá Sony." „En staðreyndin er sú að við erum að einblína á PlayStation 3, sú er staða mála í dag og við eigum þar stór verkefni eftir ," segir Þorsteinn Högni að lokum. Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
„Okkar samstarf við Sony er til margra ára og við sjáum ekki fram á annað en að það verði líflegt," segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Fyrr í þessari viku boðaði japanska tæknifyrirtækið Sony komu fjórðu kynslóðar PlayStation leikjatölvunnar. Fyrirtækið gaf þó ekkert upp um útgáfudag, verð eða útlit tölvunnar. Á undanförnum árum hefur CCP unnið að þróun fyrstu persónu skotleiksins DUST 514. Leikurinn er nú í opinni prufukeyrslu á PlayStation 3 leikjatölvunni. Þorsteinn Högni segir að PlayStation 4 leikjatölvan — sem fer í almenna sölu seinna á þessu ári — breyti litlu fyrir þróun DUST 514. Sjö ár eru liðin frá því að PlayStation 3 fór í almenna sölu og augljóst hafi verið að Sony myndi á endanum kynna nýja kynslóð leikjatölvunnar. Þannig vonast Þorsteinn Högni til að líftími DUST 514 verði í takt við fjölspilunarleikinn EVE Online en hann hefur verið í stöðugri þróun síðasta áratug. „Á þessum tíu árum sem við höfum staðið í þróun á EVE Online höfum við uppfært leikinn og fært hann yfir á ný stýrikerfi sem byggja á nýjum vélbúnaði. Þetta á bæði við um PC-tölvur og Mac. Það gefur auga leið að ef við ætlum okkur að halda þessum leikjum úti þá þurfum við að gera það á þeim tölvubúnaði sem er ríkjandi hverju sinni." Þá segir Þorsteinn Högni að Sony hafi tekist afar vel með PlayStation 4 leikjatölvuna. „Við erum auðvitað afar spennt fyrir nýju tölvunni og þetta er skemmtilegt útspil hjá Sony." „En staðreyndin er sú að við erum að einblína á PlayStation 3, sú er staða mála í dag og við eigum þar stór verkefni eftir ," segir Þorsteinn Högni að lokum.
Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira