Rifist um keisarans skildinga Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Þótt deila megi um hvort ráðlegt sé fyrir Íslendinga að skipta um gjaldmiðil ættu flestir að geta tekið undir að viðvarandi háir raunvextir og verðbólga gefa þó ekki nema tilefni til að skoða það sem valkost. Það að afnám gjaldeyrishafta ætlar að reynast hin erfiðasta þraut er önnur ástæða enda höftin nátengd krónunni. Peningamálin eru sá grunnur sem hagstjórn byggir á. Það er því stórt hagsmunamál fyrir bæði heimili og fyrirtæki að stjórnmálamönnum takist vel upp við val á framtíðarfyrirkomulagi peningamála. Þetta er ekki nýtt viðfangsefni en þrátt fyrir áralanga umræðu erum við svo til engu nær um hvernig peningamálunum verður háttað til lengri tíma litið. Að hluta til er skiljanlegt hve erfiðlega hefur gengið að útkljá þetta mál. Það er enginn valmöguleiki í boði sem augljóslega ber af hinum. Val á fyrirkomulagi peningamála er enda skólabókardæmi um val milli valkosta sem allir hafa bæði kosti og galla. Hádegisverðurinn er sannarlega ekki ókeypis í gjaldmiðilsmálum. Það er hins vegar óásættanlegt hvernig dregist hefur að setja þetta mál í ferli sem miðar að því að útkljá það. Kostirnir sem eru í boði eru mjög skýrir. Við getum haldið í krónuna með þeim kostum og göllum sem allir þekkja þótt vona megi að hagstjórn batni svo fórnarkostnaður hennar lækki. Í öðru lagi getum við gengið í ESB og í kjölfarið tekið upp evru. Loks getum við tekið upp annan gjaldmiðil einhliða. Þeir sem vilja kynna sér kosti og galla valkostanna geta lesið ítarlega skýrslu Seðlabankans um málið. Öllum þessum valkostum fylgir hins vegar óvissa. Í tilviki þess fyrsta leikur verulegur vafi á því hvort raunhæft er að bæta hagstjórnina auk þess sem enn er algjör óvissa um afnám hafta. Í öðru lagi er óvissa um á hvaða forsendum við getum gengið í ESB. Sú óvissa hverfur ekki fyrr en aðildarviðræður hafa verið kláraðar sem verulegur vafi virðist á. Í þriðja lagi er ljóst að einhliða upptöku fylgja verulegir ókostir nema gerður verði tvíhliða samningur við útgefanda viðkomandi gjaldmiðils. Hvort eitthvert þeirra ríkja sem við gætum viljað semja við er til í slíkan samning og á hvaða forsendum er líka óvíst. Vandinn er sá að mjög takmarkaður vilji virðist vera til þess að skýra hvað felst í öllum þessum valkostum. Þá er umræðan um kosti og galla þeirra í aukahlutverki við hliðina á ýmiss konar bulli. Ég læt nægja að nefna umræðuna um meint niðurrif krónunnar. Það hljóta að vera almannahagsmunir að allir þessir valkostir verði skýrðir eins og frekast er unnt. Er það virkilega til of mikils mælst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun
Þótt deila megi um hvort ráðlegt sé fyrir Íslendinga að skipta um gjaldmiðil ættu flestir að geta tekið undir að viðvarandi háir raunvextir og verðbólga gefa þó ekki nema tilefni til að skoða það sem valkost. Það að afnám gjaldeyrishafta ætlar að reynast hin erfiðasta þraut er önnur ástæða enda höftin nátengd krónunni. Peningamálin eru sá grunnur sem hagstjórn byggir á. Það er því stórt hagsmunamál fyrir bæði heimili og fyrirtæki að stjórnmálamönnum takist vel upp við val á framtíðarfyrirkomulagi peningamála. Þetta er ekki nýtt viðfangsefni en þrátt fyrir áralanga umræðu erum við svo til engu nær um hvernig peningamálunum verður háttað til lengri tíma litið. Að hluta til er skiljanlegt hve erfiðlega hefur gengið að útkljá þetta mál. Það er enginn valmöguleiki í boði sem augljóslega ber af hinum. Val á fyrirkomulagi peningamála er enda skólabókardæmi um val milli valkosta sem allir hafa bæði kosti og galla. Hádegisverðurinn er sannarlega ekki ókeypis í gjaldmiðilsmálum. Það er hins vegar óásættanlegt hvernig dregist hefur að setja þetta mál í ferli sem miðar að því að útkljá það. Kostirnir sem eru í boði eru mjög skýrir. Við getum haldið í krónuna með þeim kostum og göllum sem allir þekkja þótt vona megi að hagstjórn batni svo fórnarkostnaður hennar lækki. Í öðru lagi getum við gengið í ESB og í kjölfarið tekið upp evru. Loks getum við tekið upp annan gjaldmiðil einhliða. Þeir sem vilja kynna sér kosti og galla valkostanna geta lesið ítarlega skýrslu Seðlabankans um málið. Öllum þessum valkostum fylgir hins vegar óvissa. Í tilviki þess fyrsta leikur verulegur vafi á því hvort raunhæft er að bæta hagstjórnina auk þess sem enn er algjör óvissa um afnám hafta. Í öðru lagi er óvissa um á hvaða forsendum við getum gengið í ESB. Sú óvissa hverfur ekki fyrr en aðildarviðræður hafa verið kláraðar sem verulegur vafi virðist á. Í þriðja lagi er ljóst að einhliða upptöku fylgja verulegir ókostir nema gerður verði tvíhliða samningur við útgefanda viðkomandi gjaldmiðils. Hvort eitthvert þeirra ríkja sem við gætum viljað semja við er til í slíkan samning og á hvaða forsendum er líka óvíst. Vandinn er sá að mjög takmarkaður vilji virðist vera til þess að skýra hvað felst í öllum þessum valkostum. Þá er umræðan um kosti og galla þeirra í aukahlutverki við hliðina á ýmiss konar bulli. Ég læt nægja að nefna umræðuna um meint niðurrif krónunnar. Það hljóta að vera almannahagsmunir að allir þessir valkostir verði skýrðir eins og frekast er unnt. Er það virkilega til of mikils mælst?
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun