Sport

Djokovic: Ég verð klár fyrir Murray

Stefán Árni Pálsson skrifar
Serbinn Novak Djokovic fór heldur betur erfiða leið í úrslitin á Wimbledon mótinu í Englandi en hann bar sigur úr býtum gegn Spánverjanum Juan Martin del Potro í gær.

Leikurinn fór í fimm sett og stóð yfir í 4 klukkustundir og 45 mínútur. Tenniskappinn vill meina að hann verði búinn að ná fullum styrk fyrir úrslitaviðureignina gegn Andy Murray á sunnudaginn.

„Ég hef áður farið í gegnum langa leiki og sá allra erfiðasti var gegn Rafael Nadal í úrslitum opna ástralska og hann var í sex klukkutíma.“

„Ég hef mikla reynslu í svona löngum leikjum og veit hvernig maður á að bregðast við þegar þreytan er að ná tökum á manni.“

„Ég verð búinn að jafna mig fyrir leikinn gegn Murray og mun selja mig dýrt gegn honum. Hann verður á heimavelli svo þetta verður erfitt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×