Bíó og sjónvarp

RIFF fær góða dóma í Berliner Zeitung

Freyr Bjarnason skrifar
Hrönn Marinósdóttir,framkvæmdastjóri, RIFF.
Hrönn Marinósdóttir,framkvæmdastjóri, RIFF. fréttablaðið/gva
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, fær góða dóma í þýska dagblaðinu Berliner Zeitung.

Blaðamaðurinn Philipp Bühler hrósar íslensku stutt- og heimildarmyndunum sem sýndar voru á hátíðinni í haust og einnig miklum hæfileikum ungra íslenskra kvikmyndagerðarmanna sem þurfa að vinna undir erfiðum fjárhagslegum kringumstæðum.

Einnig skrifar hann að þrátt fyrir að RIFF hafi úr takmörkuðum fjármunum að moða hafi stjórnandanum, Hrönn Marinósdóttur, tekist að búa til góða hátíð og að hún sé bjartsýn fyrir komandi ár, enda hafi yfir eitt hundrað kvikmyndir frá fjörutíu löndum verið sýndar á nýafstaðinni hátíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.