Körfubolti

KR fékk Kana frá ÍR

Leake í leik gegn KR fyrr í vetur.
Leake í leik gegn KR fyrr í vetur.
Körfuknattleiksdeild KR hefur gert tímabundinn samning við Bandaríkjamanninn Terry Leake jr. Terry hefur leikið með ÍR í upphafi móts en var leystur undan samningi í gær þar sem ÍR-ingar töldu sig þurfa öðruvísi leikmann sem hentaði þeirra þörfum betur.

KR hefur verið án erlends leikmanns síðan Shawn Atupem hvarf af landi brott í október. Í ljósi meiðsla hjá Jóni Orra Kristjánssyni, sem snéri sig illa á ökkla á æfingu í vikunni og verður frá í 2-3 vikur, og þess að Terry kemur tilbúinn til liðs við KR án mikils tilkostnaðar var ákveðið að fá styrkja liðið núna.

Það er gert til þess að auka breiddina fyrir þá tvo stórleiki sem framundan eru hjá KR gegn Njarðvík og Keflavík.

Ákvörðun verður svo tekin að tveimur vikum liðnum hvort að framhald verði á veru Terry í Vesturbænum. Terry er orðinn löglegur með KR, mætti á æfingu í gærkvöldi og verður í hópnum sem mætir Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld.   

Terry skoraði 18,2 stig og tók 8,4 fráköst að meðaltali í fimm leikjum með ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×